Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 99
islegs valds í sögum hennar. Þetta kemur vel fram í smásögunni „Jasmine" (og reyndar líka í samnefndri skáldsögu) sem er að finna í þekktustu bók Mukherjee, TheMiddleman andOtherStories(1988). Jasmineþessi erföngu- leg stúlka, eins og stúlkur eru einatt í verkum Bharati, hún er af indverskum uppruna og kom ólöglega til Bandaríkjanna frá Trinidad. Hún gerist vinnu- kona hjá ungum hjónum í háskólabænum Ann Arbor í Michiganfylki, og endar á stofugólfmu í faðmi vinnuveitandans: Henni hafði aldrei liðið jafnvel á eynni þar sem karlmenn voru alltaf að þessu, og stelpurnar létu alltaf undan til að fá eitthvað í staðinn. Manni gat ekki liðið virkilega vel á stað sem var ekkert. Þetta var hún að hugsa þar sem þau nutust á tyrkneska teppinu fyrir framan eldinn: Hún var greind og falleg stúlka án vegabréfs- áritunar, án pappíra, og án fæðingarvottorðs. Var ekkert annað en það sem henni þóknaðist að spinna upp. Hún var stúlka á æðis- genginni hraðferð inn í framtíðina. Þetta er kafli sem auðvelt er að „misskilja“, og því hefur það verið gert. Ýmsir hafa lesið kaflann þannig að Jasmine væri að nýta sér útlit sitt til að koma sér áfram í nýja heiminum. En Mukherjee hugsaði ekki söguna þannig og er mikið í mun að koma því á framfæri. Hún vildi sýna fram á muninn á Jasmine og stúlkunum sem lögðust með strákunum á Trinidad. Hún vildi sýna það vald sem Jasmine var að uppgötva, sem kona, sem mannvera. Jasmine, eins og svo margar af kvenpersónum Mukherjee, kemur nefnilega frá menningarheimi þar sem konur höfðu lítil völd, þar sem makar voru jafhvel valdir fýrir þær. Það er því nýtt fyrir stúlkunni að hafa áhrif á aðra mannveru og það karlmann. Hún er í fyrsta skipti að uppgötva eigið rými í nýjum heimi. Um leið er þetta uppreisn, eins og kemur fram í sögunni „The Tenant“ eða Leigjandinn: Maya er ung indversk menntakona í Bandaríkjun- um: „Maya hefur nokkrum sinnum tekið mikla áhættu, hún hefur brotist undan boðum og bönnum foreldra sinna. Hún hefur gert hluti sem kona frá Ballygunge Park Road gerir ekki, ekki einu sinni í dagdraumum.“ Síðan er okkur tjáð að hún hafi orð á sér fýrir að vera mikið upp á karlhöndina. „Hún er bandarískur ríkisborgari. En“, segir sögumaður og á væntanlega við að hún sé „Önnur“. Þannig eru kvenpersónur Mukherjee feministar af allt öðru sauðahúsi en við eigum að venjast á Vesturlöndum. Um þessar konur sagði Mukherjee: Margar austurlensku kvenpersónanna eru að uppgötva sinn kyn- ferðislega mátt í fyrsta skipti. Mundu að ég kem frá afar hefð- bundnu samfélagi þar sem konur eru mjög verndaðar. Þegar ég TMM 1995:3 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.