Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 99
islegs valds í sögum hennar. Þetta kemur vel fram í smásögunni „Jasmine"
(og reyndar líka í samnefndri skáldsögu) sem er að finna í þekktustu bók
Mukherjee, TheMiddleman andOtherStories(1988). Jasmineþessi erföngu-
leg stúlka, eins og stúlkur eru einatt í verkum Bharati, hún er af indverskum
uppruna og kom ólöglega til Bandaríkjanna frá Trinidad. Hún gerist vinnu-
kona hjá ungum hjónum í háskólabænum Ann Arbor í Michiganfylki, og
endar á stofugólfmu í faðmi vinnuveitandans:
Henni hafði aldrei liðið jafnvel á eynni þar sem karlmenn voru
alltaf að þessu, og stelpurnar létu alltaf undan til að fá eitthvað í
staðinn. Manni gat ekki liðið virkilega vel á stað sem var ekkert.
Þetta var hún að hugsa þar sem þau nutust á tyrkneska teppinu
fyrir framan eldinn: Hún var greind og falleg stúlka án vegabréfs-
áritunar, án pappíra, og án fæðingarvottorðs. Var ekkert annað en
það sem henni þóknaðist að spinna upp. Hún var stúlka á æðis-
genginni hraðferð inn í framtíðina.
Þetta er kafli sem auðvelt er að „misskilja“, og því hefur það verið gert. Ýmsir
hafa lesið kaflann þannig að Jasmine væri að nýta sér útlit sitt til að koma
sér áfram í nýja heiminum. En Mukherjee hugsaði ekki söguna þannig og er
mikið í mun að koma því á framfæri. Hún vildi sýna fram á muninn á
Jasmine og stúlkunum sem lögðust með strákunum á Trinidad. Hún vildi
sýna það vald sem Jasmine var að uppgötva, sem kona, sem mannvera.
Jasmine, eins og svo margar af kvenpersónum Mukherjee, kemur nefnilega
frá menningarheimi þar sem konur höfðu lítil völd, þar sem makar voru
jafhvel valdir fýrir þær. Það er því nýtt fyrir stúlkunni að hafa áhrif á aðra
mannveru og það karlmann. Hún er í fyrsta skipti að uppgötva eigið rými í
nýjum heimi. Um leið er þetta uppreisn, eins og kemur fram í sögunni „The
Tenant“ eða Leigjandinn: Maya er ung indversk menntakona í Bandaríkjun-
um: „Maya hefur nokkrum sinnum tekið mikla áhættu, hún hefur brotist
undan boðum og bönnum foreldra sinna. Hún hefur gert hluti sem kona frá
Ballygunge Park Road gerir ekki, ekki einu sinni í dagdraumum.“ Síðan er
okkur tjáð að hún hafi orð á sér fýrir að vera mikið upp á karlhöndina. „Hún
er bandarískur ríkisborgari. En“, segir sögumaður og á væntanlega við að
hún sé „Önnur“. Þannig eru kvenpersónur Mukherjee feministar af allt öðru
sauðahúsi en við eigum að venjast á Vesturlöndum. Um þessar konur sagði
Mukherjee:
Margar austurlensku kvenpersónanna eru að uppgötva sinn kyn-
ferðislega mátt í fyrsta skipti. Mundu að ég kem frá afar hefð-
bundnu samfélagi þar sem konur eru mjög verndaðar. Þegar ég
TMM 1995:3
97