Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 127
myndir af víkingaaldarfólki og lífi þess.
Fræðslan er unnin inn í textann jafht og
þétt þannig að lesanda finnst hann ekki
vera að taka inn upplýsingar aðrar en
þær sem eðlilegt og nauðsynlegt er að
hann fái nákvæmlega á þeim stað.
I frásögnum af lífinu heima á Reykja-
völlum í fyrri bókinni og eftir að Korka
sest að aftur á íslandi í síðari hluta seinni
bókar er gefin góð mynd af linnulausum
önnum sjálfsþurftarbúskaparins. Allir,
háir og lágir, eru alltaf að. Allt er
heimaunnið og heimagert sem hægt er,
allt sem til fellur verður að nýta, og þegar
best tekst til, einkum í fyrsta hluta verks-
ins, fléttast fróðleikur og atburðarás vel
saman. Úlfbrún kennir Korku mátt jurt-
anna um leið og hún hlynnir að hinum
veiku og segir henni frá rúnunum með-
an Korka er að vefa, og Korka er að setja
á skyrbelgi í selinu þegar Hallur nauðg-
ari leitar á hana í fyrsta sinn. Ýmsum
atburðum og athöfnum er vel lýst,
heiðnu blóti, brúðkaupi, selsbúskap,
barnsfæðingum við frumstæðar að-
stæður, svo eitthvað sé nefht, fyrir utan
listina í sögumiðju: rúnalesturinn. 1
dæminu hér á eftir lætur Úlfbrún Korku
komast að því hvað goðin ætla henni í
framtíðinni:
[Úlfbrún] losaði reimina á rúnaskjóð-
unni og hellti steinvölunum á setið.
„Eins og þú veist leggurðu Þórshamar-
inn ekki nema mikið liggi við /. . ./ Á
þessari stundu finnst mér réttlætanlegt
að ákalfa Þór. í miðið leggurðu þína eigin
rún.“
Korka tók upp rúnina Kaun og lagði
hana á milli þeirra. Síðan tók hún upp
þær fjórar sem lágu næst miðju í steina-
hrúgunni og sneru með táknið upp og
raðaði þeim umhverfis hana. Lögnin var
eins og krossmark en þetta tákn var ekki
Hvíta Krists heldur Þórs. Korku varð
hugsað til líkneskisins í hofinu, lokaði
augunum og reyndi að beina huganum
til ássins er skurðgoðið táknaði. Síðan
skoðaði hún rúnirnar sem lágu fyrir
ffaman hana. Vinstra megin við Kaun
var rúnin Lögur og hægra megin var Ár.
Fyrir ofan var Gjöf og fyrir neðan Reið.
Úlfbrún hallaði sér yfir rúnirnar,
áhyggjufull á svip en sagði ekkert. Korka
strauk fingrum yfir táknin og fann
óþægilega tiffmningu fylla brjóst sitt.
Rúnirnar höfðu margs konar merkingu
en hún fann að þessar boðuðu henni
ekki gott. Lykilrúnin var Ár. Hún gat
táknað góða uppskeru að ári en hún gat
einnig þýtt að lífið tæki þá nýja stefnu, og
næsta rún, Lögur, benti til sjóferðar. En
hvert og hvers vegna? Hún hristi höfuð-
ið. Hér voru of margar eyður. Rúnirnar
Gjöf og Reið höfðu raðast saman. Það
var líka undarlegt. Reið var hræðileg rún,
táknaði oftast ferð til Heljar. Gjafir ör-
laganornanna voru misjafhar og Korka
skynjaði að í þessu tilviki hlaut gjöfin að
vera einhvers konar þjáning... (Við, 78-
9)
I bókarlok geta lesendur rifjað upp þessa
spá og séð hvernig hún kemur fram:
hinn hræðilegi dauðdagi (morðið) sem
Reið boðar reynist Korku nokkurs kon-
ar lífgjöf.
Korka er alin upp af kristinni móður,
en þegar hún tekur við menningararfi
rúnanna hlýtur hún að snúa til baka og
taka trú á æsina, einkum Óðin, rúna-
meistarann. Samtöl Úlfbrúnar og Korku
um trúmál og vangaveltur Korku sjálfr-
ar um ýmsar hliðar á því efhi eru
skemmtilegar og fræðandi. í rauninni er
Úlfbrún ekki að gera Korku heiðna með
predikunum sínum og rökum heldur
kenna henni að hugsa og bregðast með-
vitað við því sem gerist: þroska hana á
vitrænan, jafnvel heimspekilegan hátt.
Korka tekur vel við fræðslu og á í
engum erfiðleikum með að hugsa sjálf
út ffá sínum eigin forsendum. Þarfar eru
skoðanir hennar á víkingum, ekki síst
þegar höfð er í huga aðdáun nútímans á
þeim:
„Ég hef aldrei fyrirvarið [svo] mig fyrir
að vera fædd af ærlegri írskri konu.
Aldrei!" Græn augu Korku voru dökk af
geðshræringu. „En ég fyrirverð mig fyrir
ættstóran föður minn sem kastaði henni
burt þegar hann vissi að hann hafði
kveikt líf í kviði hennar. Hvaða ætterni er
það sem þið stærið ykkur af, lochlan-
TMM 1995:3
125