Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 71
BISKUPSSTOFA
SUÐURGÖTU 22 - 150 REYKJAVÍK
UTANRÍKISNEFND
SKÝRSLA TIL KIRKJUÞINGS 1994.
Utanríkisnefnd er biskupi íslands til ráðgjafar og aðstoðar
varðandi erlend samskipti og samkirkjulegt starf þjóðkirkjunnar.
Utanrikisnefnd skipa, dr. Björn Björnsson, formaður, séra
Guðmundur Þorsteinsson, Margrét Heinreksdóttir, Sigriður Anna
Þórðardóttir og séra Þorbjörn Hlynur Árnason, sem er ritari
nefndarinnar.
í lok siðasta árs var endanlega gengið frá texta svokallaðs
Porvoo sáttmála, sem felur i sér gagnkvæma viðurkenningu og
fyrirheiti um samstarf milli anglikönsku kirknanna á
Bretlandseyjum og lútherskrar kirkna á Norðurlöndunum og i
Eystrasaltslöndunum. Þessi sáttmáli er nefndur eftir finnsku
borginni Porvoo eða Borgá, eins og hún nefnist á sænsku. Að
Porvoo sáttmálanum standa tólf kirkjur og verður hann nú tekinn
til umfjöllunar og afgreiðslu af stofnunum viðkomandi kirkna á
næstu þremur árum; innan islensku kirkjunnar eru það prestastefna
og kirkjuþing er fjalla um sáttmálann, og mun biskup fslands
leggja sáttmálann fram til umfjöllunar á næsta ári.
Starf að gerð Porvoo sáttmálans hófst árið 1989 með fundi
i Sigtuna i Sviþjóð. David Tustin biskup i Grimsby og Tore
Furberg fyrrum biskup á Gotlandi leiddu starfið, en af hálfu
íslensku kirkjunnar hafa þeir dr. Hjalti Hugason og séra Jón
Aðalsteinn Baldvinsson starfað i vinnuhópnum sem samdi
sáttmálann.
Porvoo sáttmálinn er þannig uppbyggður, að fyrst er itarleg
greinargerð er skiptist i fjóra kafla og fimmti kaflinn geymir
siðan yfirlýsingu er ber yf irskriftina: " í átt að nánari
einingu." í yfirlýsingunni kemur fram, að kirkjurnar viðurkenna,
að sérhver þeirra tilheyri hinni einu, heilögu, almennu og
postulegu kirkju Jesú Krists. Þá er viðurkennt, að i sérhverri
þessara kirkna sé orð Guðs sannarlega boðað og sakramentum
skirnar og kvölmáltiðar rétt úthlutað. Fram kemur, að kirkjurnar
eru sammála þvi, að biskupsembættið sé virt meðal allra kirknanna
; að það sé sýnlegt tákn til að tjá og þjóna einingu kirkjunnar.
Með öðrum orðum, þá viðurkenna kirkjurnar sem hlut eiga að þessum
sáttmála, að hin vigða þjónusta i kirkjunum, þjónusta presta og
biskupa sé fullgild. Þar með er slegið striki yfir þær efasemdir
sem anglikanar hafa haft um þjónustu biskupa og presta i
lúthersku kirkjunum i Danmörku, Noregi og á íslandi. Efasemdirnar
eiga rót sina i þvi, að við siðbótina rofnaði hin postulega
vigsluröð i þessum löndum ; prestar en ekki biskupar vigðu aðra
presta til biskupsþjónustu. Embættin og þjónustan eru nú metin
fullgild af öllum kirkjunum, og þvi lýst sem markmiði, að við
66