Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 72
biskupsvígslu verði biskupum annarra kirkna boðið til að taka
þátt i handayfirlagningu, sem tákn um einingu og órofa hefð
kirkjunnar.
í framhaldi af þessari gagnkvæmu viðurkenningu er sú stefna
siðan mörkuð, að hver kirknanna bjóði meðlimum annarra kirkna að
þiggja sakramenti og aðra þjónustu ; að litið verði á skirða
meðlimi allra kirknanna sem einn, óskiptan hóp er geti átt
heimili í hverri kirkjunni sem er. Þá er það markmið sett, að
þeir sem hafa hlotið vigslu sem biskupar, prestar eða djáknar i
einhverri kirknanna, geti þjónað i annarri kirkju, án endurvigslu
i samræmi við þær reglur er gilda hverju sinni.
Porvoo sáttmálinn er sannarlega mikilvægur áfangi i auknu
samstarfi biskupakirknanna á Bretlandseyjum og lúthersku
kirknanna í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndum og tengist
vitaskuld þeirri viðleitni kirkna heimsins að vinna gegn
kirkjuklofningi og fylkja kristnum mönnum saman, í einingu, i
þjónustu við Guð og menn. Þess má geta, að á útmánuðum á næsta
ári mun prestur úr ensku biskupakirkjunni starfa hér á landi i
þrjá mánuði, til að sinna samfélagi anglikana hér og kanna
forsendur frekari þjónustu.
Porvoo sáttmálinn fylgir skýrslu utanríkisnefndar til
kirkjuþings, i islenskri þýðingu séra Halldórs Reynissonar 1
Hruna.
Erkibiskupinn af Kantaraborg kom siðan i heimsókn til
íslands i aprilmánuði siðastliðnum, i fylgd eiginkonu og
föruneytis. Sú heimsókn var i senn ánægjuleg og gagnleg.
Erkibiskupinn hitti forseta íslands að máli og átti fund með
kirkjumálaráðherra. Hann átti viðræður við forstöðumenn trúfélaga
og heimsótti kirkjur, presta og safnaðarfólk i Reykjavik. Þá
predikaði hann við guðsþjónustu i Skálholtsdómkirkju.
Kirkjuráð tilnefndi nýja aðalmenn og varamenn á ársfund
Nordiska Ekumeniska Rádet til næstu fjögurra ára. Aðalmenn eru
séra Sigurður Sigurðarson vigslubiskup og séra Þorbjörn Hlynur
Árnason, biskupsritari. Þeir koma í stað dr. Björns Björnssonar
og séra Jónasar Gislasonar vigslubiskups. Varamenn eru séra Bolli
Gústavsson vigslubiskup og séra Hreinn Hjartarson.
Á síðastliðnu ári tók Nordiska Ekumeniska Rádet upp það
fyrirkomulag að nýju, að bjóða guðfræðingum námsdvöl i Uppsölum.
Séra Sigriður Guðmarsdóttir var styrkþegi NER á siðasta hausti.
Ástæða er til að hvetja presta og aðra er áhuga hafa á
samkirkulegum fræðum að leita eftir upplýsingum um námsdvöl af
þessu tagi.
Nú i byrjun október var haldin i Skálholti ráðstefna um
leiðtogahlutverk kvenna í kirkjunni. Þessi ráðstefna tengdist
svonefndu SADCC-NORDIC samstarfi, er áður hefur verið sagt frá.
67