Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 80
2. í samfélaginu
a. Samfélagsleg þjónusta
Samfélagið tryggir öllum þegnum sínum ákveðin réttindi og þurfa
nemar að öðlast þekkingu á þeim í aðalatriðum og vita hvert ber að
leita ef á þarf að halda. I því skyni þurfa nemar að kynnast:
félagsmálalöggjöf, Félagsmálastofnun — eða þjónustu sveitafélaga,
Tryggingarstofnun ríkisins, sjúkrahúsum, vistheimilum
(elliheimilum, heimilum fatlaðra, sambýlum o.fl.).
b. Félög og samtök
Nemendur fái upplýsingar um ýmis félög og samtök sem vilja styðja
fólk í ýmsum raunum. Markmiðið með að kynnast sem víðatækastri
starfssemi stuðningsfélaga er að gera nemendur opna fyrir að leita
sér upplýsinga og hafa samstarf við mismunandi aðila allt eftir
aðstæðum. Kynning getur t.d. farið fram með því að dreifa
bæklingum. (Hér er t.d. átt við Öryrkjabandalag íslands, Sjálfsbjörg,
Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, félög gegn
vímuefnum, Krabbameinsfélagið, Kvennaathvarf, Sorg og
sorgarviðbrögð, Amnesty, Samtök aldraðra, o.s.frv.)
Mat
Þegar djáknanemi hefur lokið starfsnámi skal Djáknanefnd gefa
biskupi umsögn um störf og hæfni viðkomandi.
Kynning á þætti Fjölskylduþjónustunnar.
Nemendur fara vikulega í handleiðslu. Skipt verður í tvo hópa og
hitta þeir handleiðara hver í tvo tíma. Alls átta skipti á hvern
nemenda. Mikilvægt er að nemendur séu samstíga í
starfsþjálfuninni og því þurfa allir að byrja á sama tíma úti í
söfnuðunum. Handleiðsla er hluti af starfsþjálfuninni ekki viðbót.
Nemendur kynnast hvað er að vera í handleiðslu og því að samhliða
starfi er gott að vera í handleiðslu
Með handleiðslu er hægt að hindra mistök og útbrennslu.
Þó nemendur fái þessa handleiðslu gefur hún aðeins innsýn inn í
starfsaðferina. Lengri tíma þarf til að kynnast henni að fullu.
Handleiðarar verða einhver starfmannanna Fjölskylduþjónustunnar.
í lok starfsþjálfunartímans
Trúnaðarbréf frá leiðbeinenda til djáknanefndar um hvern
nemenda þar sem fram komi
-hvernig nemandi hefur rækt starf sitt
-mat leiðbeinenda út frá kynnum sínum af nemenda og störfum
hans hvort hún /hann sé hæf(ur) til starfa sem djákni.
Gert er ráð fyrir að nemendur skili yfirliti yfir tímann þar sem fram
kemur í hverju þeir hafa tekið þátt. Jafnframt fer mat fram.
75