Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 133
1994
25. KJRKJUÞING
3, mál
51. gr.
Hlutaðeigandi aðalsafnaðarfundir, héraðsfimdir, safhaðarráð, prestar og prófastar
skulu koma óskum um breytingar á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á ffamfæri
við hlutaðeigandi vigslubiskup og biskup Islands.
Samráðsfundur biskups íslands og vígslubiskupa, sbr. 17 gr. gerir tiUögur
til kirkjuþings um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma.
52. gr.
Um prestaköll og prófastsdæmi skal setja nánari ákvæði í starfsreglum sbr. 63. gr.
53. gr.
Kirkjumálaráðherra skipar prest, er sitji á Þingvöllum og gegni Þingvallaprestakalli
samkvæmt tilnefiiingu biskups íslands og Þingvallanefridar, enda gegni hann þá jafhframt
starfi þjóðgarðsvarðar.
54. gr.
Nú er prestssetur í prestakalli og er þá presti skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili
nema biskup heimili annað um stundarsakir, að fenginni umsögn prófasts og viðkomandi
sóknamefiida.
d. Safnaðarfundir
55. gr.
Aðalsafhaðarfund skal halda ár hvert. Þar skulu rædd málefhi sóknarinnar, þar á
meðal þau mál, sem lögmælt er að undir fimdinn séu borin svo og þau mál, sem
héraðsfundur, sóknarprestur, prófastur, biskup eða kirkjumálaráðherra skýtur þangað.
Aðalsafhaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi sóknamefndar og
einstakra nefhda innan sóknarinnar.
Aðalsafhaðarfundur fer með ákvörðunarvald innan sóknarinnar í málum þeim, sem
undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmæltum ákvörðunum.
Aðra safhaðarfundi skal halda ef meiri hluti sóknamefhdar óskar þess eða einn fjórði
hluti sóknarmanna, sem atkvæðisrétt eiga á safiiaðarfundum.
Sóknarmenn njóta kosningaréttar og kjörgengis á safhaðarfundum, þegar þeir em
fullra sextán ára.
e. Skipun, störf og starfshættir sóknarnefnda
128