Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 292
1994
25. KIRKJUÞING
20, mál
TILL AGA
til þingsályktunar um að beina því til sveitarstjóraa og skipulagsstjómar ríkisins, að gert
verði aðalskipulag og deiliskipulag á kirkjustöðum landsins.
Flm. sr. Jón Einarsson , sr. Dalla Þórðardóttir og sr. Þórhallur Höskuldsson
Frsm. sr. Jón Einarsson
Kirkjuþing beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjóma og skipulagsstjómar ríkisins,
að gert verði aðalskipulag og deiliskipulag fyrir kirkjustaði landsins með það fyrir
augum, að komið verði í veg fyrir byggingar útihúsa, atvinnuhúsnæðis og fleiri
mannvirkja i nánd kirkna, svo að þær fái sem best notið sín í umhverfi sínu.
Greinargerð.
Kirkjur landsins setja mikinn svip á staðina og umhverfi sitt. Kirkjur og kirkjustaðir em
mjög undir smásjá fólks, einkum ferðamanna, innlendra sem útlendra, er um landið fara
og á kirkjustaði koma, sem flestir em jafhframt merkir sögustaðir.
Menningarlega og kirkjulega séð skiptir það afar miklu máli, að skipulag og umgengni á
kirkjustöðum sé í eins góðu lagi og nokkur kostur er. Sums staðar hafa orðið
skipulagsleg slys varðandi byggingar og skipulag mannvirkja á kirkjustöðum. Til þess að
koma í veg fyrir slíkt er þessi tillaga um gerð aðaskipulags og deiliskipulags á
kirkjustöðum flutt.
Þar sem staðfest aðalskipulag er í gildi, er óheimilt að leyfa byggingar, nema þær séu í
samræmi við skipulagið, sbr. ákvæði byggingarlaga nr. 54/1978. Með aðalskipulagi er
m.a. mörkuð stefna um þróun byggðar og landsnotkun og gætt umhverfissjónarmiða.
Deiliskipulag byggir á aðalskipulagi þar sem meðal annars er gerð nánari grein fyrir
notkun lands, staðsetningu íbúðarhúsa, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis og annarra
mannvirkja.
Með gerð deiliskipulags á kirkjustöðum landsins ætti að vera tryggt, að ekki verði um
skipulagsleg slys að ræða og að kirkjumar fái notið sín og njóti vemdar í umhverfi sínu.
287