Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 300
1994
25. KIRKJUÞING
22, mál
*:
Af því tilefni vill kirkjueignanefhd taka ffam að í viðræðum við ríkisnefndina
hefur hún viljað:
1. - ná samkomulagi um uppgjör vegna þeirra prestssetra (að meðtöldum
prestssetursjörðum), sem seld hafa verið, án þess að andvirði þeirra rynni til
kirkjunnar eða kirkjulegrar starfsemi.
Nefiidin telur að ríkið eigi þama óuppgert við prestssetrasjóð og minnir á að
prestssetur, sem hluti af embætti prestsins, fylgdi öllum embættum þegar ríkið
tók að sér að tryggja laun presta og tilfærsla á umsýslu jarðanna átti sér stað
1907. Hér kemur til álita eingreiðsla eða hækkað árlegt framlag til
prestssetrasjóðs.
2. - endumýja, og fá staðfestan með löggjöf þann sama grundvallarskilning og
miðað er við í „ Tillögum um kirkjumál íslcmds” hjá nefndþeirri, sem skipuð
var með konungsúrskurði 2. mars 1904 og m.a. gekk eftir í þeim lögum um
kirkjuleg málefhi, sem sett voru á Alþingi 1907 (lög um laun sóknarpresta, lög
um sölu kirkjujarða, lög um umsjón og jjárhald kirkna o.fl.). Þótt þá væri að
hluta til horfið frá hinu foma lénskirknafyrirkomulagi og prestum tryggð föst
lágmarkslaun og ráðsmennska eignanna (annarra en prestsetra) færðist á
hendur ríkisins og opinberra embættismanna, þá stóðu eldri forsendur
óbreyttar, þ.e.a.s. að kirkjueignimar skyldu standa undir launum prestanna.
í þessu sambandi vísar nefndin t.d. til álits kirkjueignanefndar 1984, þar sem
segir: „Ljóst er að samkvæmt l. 46/1907 var það arðurinn af kirkjueignunum
ásamtýmsum öðrum tekjum prestalcallanna, sem átti að standa undir launum
presta, og landssjóður ábyrgðist einungis það, sem á vantaði til bráðabirgða
meðan hin nýja skipan væri að festa rætur. Þetta fýrirkomulag riðlaðist hins
vegar síðar, eftir að prestar voru teknir á almenna launaskrá ríkisins, eftir
launalögum, og þeim þannig greidd laun úr ríkissjóði, en það hafði engin
áhrif á stöðu kirkjueignanna sjálfra..)
Varðandi útfærslu á þessu markmiði um ffamtíðarskipan jarðanna,
(lénskirkjujarðanna, annarra en prestssetra), sýnist nefndinni eftirfarandi koma til álita.
1. Óbreytt skipan: Kirkjujarðimar verði í umsjá landbúnaðarráðuneytisins og
auðkenndar í eignaskrá ríkisins sem ríkiseign. Ráðuneytið byggir þær og /eða
selur ábúendum eftir almennum söluheimildum og reglum um sölu opinberra
jarða og stendur kristnisjóði skil á þeim hluta söluverðs, sem svarar til
landverðs, að meðtöldum hlunnindum, en söluverð annarra eigna, svo sem
húsa, ræktunar, girðinga og kúgilda rennur í Jarðasjóð.
Þessi skipan felur í sér að á „höfúðstól” kirkjunnar er gengið jafiit og þétt og
án þess að nokkur viðhlítandi trygging sé fyrir “bótum” til kirkjunnar, eða að
ríkið standi við þær skuldbindingar sem það gekkst undir er það tók við umsjá
jarðanna í byijun aldarinnar (1907). Áþettagæti reynt efkemurtil aðskilnaðar
ríkis og kirkju. Litlu myndi breyta þótt smávægilegar lagfæringar yrðu gerðar
á ffamkvæmdaratriðum, svo sem varðandi samráð um sölu, verðlagningu og
skil til kristnisjóðs eða að þær jarðir sem óseldar eru yrðu auðkenndar á
eignaskrá sem eign kirkjunnar.
295