Skírnir - 01.01.1950, Page 10
6
Jakob Benediktsson
Skímir
(1899), fór síðan námsferð til Englands 1900—1901, en að
þeirri ferð lokinni varð hann aðstoðarmaður á konunglega
bókasafninu í Kaupmannahöfn 1. maí 1901. Þar starfaði
hann síðan í nær því fjóra áratugi og vann sér bráðlega
hinn bezta orðstír, varð undirbókavörður 1907 og bókavörð-
ur af fyrsta flokki 1914. Hann lét af störfum haustið 1939,
en vann þó oft síðan í þágu safnsins, t. d. á árunum eftir
stríðslokin síðustu, þegar safnið tók að fylla eyðurnar í bóka-
kosti sínum frá þeim löndum sem sambandslaust hafði verið
við á stríðsárunum. Þurfti þá að skrásetja mikinn fjölda bóka
sem allra fyrst, og var þá enn leitað til Sigfúsar Blöndals,
og hann vann þar ótrauður mikið starf, þótt aldur væri tek-
inn að færast yfir hann.
Sigfús Blöndal var betur fallinn til bókavarðarstarfa á
stóru bókasafni en flestir aðrir. Hann var ágætur málamaður,
óvenjulega víðlesinn, kunni skil á ólíklegustu hlutum, og
áhugamál hans voru svo mörg og sundurleit að heita mátti
að hann léti sig fátt mannlegt engu skipta. Hann var sannur
polyhistor — fjölfræðingur — í gömlum stíl á þessari öld
sérhæfingarinnar. Slíkur maður er ómetanlegur á bókasafni,
og þó ekki sízt þegar þessum hæfileikum og þekkingu er
samfara takmarkalaus greiðvikni og fúsleiki að leysa vand-
ræði annarra, enda hafa margir sagt í mín eyru að Blöndal
hafi alltaf verið þrautalending þeirra á konunglega bókasafn-
inu ef vanda har að höndum. Meginstarf Sigfúsar á safninu
var lengstum skrásetning, og um langt skeið var hann yfir-
maður þeirrar starfsemi. Munu fáir hafa verið honum kunn-
ugri í völundarhúsi þeirra fræða; en skrásetningarkerfi kon-
unglega bókasafnsins og bókaskrár þess hafa mörgum þótt
nokkuð flókin viðfangsefni. Álit samstarfsmanna Sigfúsar á
þekkingu hans á þessu sviði sést bezt á því að hann var
fenginn til að semja kaflann um skrásetningu og bókaskrár
í hinu mikla danska safnriti, Haandbog i Bibliotekskund-
skab, sem samið var af færustu bókasafnsmönnum Dana og
komið hefur út í þremur útgáfum. Eins var hann ritstjóri
að hinum árlegu ritaukaskrám danskra ríkisbókasafna um
erlendar bækur árin 1911—13.