Skírnir - 01.01.1950, Page 14
10
Jakob Benediktsson
Skírnir
að stóru riti um þessar rannsóknir, sem er að mestu fullbúið
til prentunar og verður væntanlega gefið út áður en langt
mn líður.
Endurminningar sínar lét Sigfús eftir sig í handriti, en á
prenti hefur hann ekkert birt af því tagi, nema ef telja skyldi
ferðaminningar frá Feneyjum (í Ársriti Fræðafélagsins 11.
árg.) og frásögn um stofnun og fyrstu ár íslenzka stúdenta-
félagsins í Kaupmannahöfn (í Fróni 1943).
Sigfús Blöndal fékkst talsvert við ljóðagerð og þýddi margt
ljóða úr erlendum málum. Mun hann fyrst hafa tekið að
þýða úr grísku, og er líklegt að áhrifin frá Grími Thomsen
hafi ráðið miklu um það. Hann lét sér ekki heldur erfið-
leika í augum vaxa, því að auk ýmissa minni kvæða þýddi
hann í æsku Bakkynjurnar eftir Evrípides; að vísu gaf hann
ekki leikritið út á prent fyrr en 1923 og hafði þá endurskoð-
að þýðinguna og lagfært. Fyrstu kvæðin sem Sigfús birti
voru nokkur frumort kvæði sem prentuð voru í Sunnanfara
á stúdentsánnn hans, svo og þýðingar á forngrískum kvæð-
um sem komu út í ritinu Árnýju, er íslenzkir Hafnarstúd-
entar gáfu út 1901. Síðar gaf hann út tvær ljóðabækur,
Drottninguna í Algeirsborg og önnur kvæði 1917 og Sunnan
yfir sæ 1949. Sigfús Blöndal verður ekki talinn í hópi stór-
skálda, en mörg kvæðanna eru hreinskilinn vitnisburður um
ýmsar hliðar á skapgerð hans, eins og kunnugir munu gjörla
kannast við. Gamankvæði hans, græskulaus og fjörug eins og
hann sjálfur, hafa um langan aldur verið sungin oftar í hópi
Hafnarstúdenta en flest önnur íslenzk kvæði af sama tagi.
Eins og drepið var á skrifaði Sigfús Blöndal fjölda ritgerða
um íslenzk efni í erlend tímarit, einkum norræn. En auk
þess skrifaði hann ófáar ritgerðir á íslenzku, sem birtust í
ýmsum timaritum, þó flestar í tímaritum þeim sem fslend-
ingar gáfu út í Höfn, allt frá Sunnanfara til Fróns. Hér er
þess enginn kostur að gera nánari grein fyrir þessari hlið á
ritstörfum Sigfúsar. En enginn skyldi gera of lítið úr gildi
skynsamlegra fræðandi greina um íslenzk efni í víðlesnum
tímaritum hjá frændþjóðum okkar, þó að þar sé ekki ávallt
um nýjar fræðilegar niðurstöður að ræða.