Skírnir - 01.01.1950, Page 16
12
Jakob Benediktsson
Skirnir
urlandaþjóðimar voru honum fyrir mestu, og því var hann
nokkuð uggandi um sambandsslitin við Danmörku, og eink-
um þótti honum miður að sá skilnaður skyldi verða með
þeim hætti sem raun varð á.
Sigfús Blöndal var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Björg
Þorláksdóttir (1874—1934), systir Jóns Þorlákssonar, síðast
borgarstjóra. Þau giftust 1903 en skildu. Síðari kona hans
var Hildur, dóttir sænska málfræðingsins og Islandsvinarins
Rolfs Arpi, en þau giftust 2. okt. 1925, og lifir hún mann
sinn. Hildur Blöndal var manni sínum óvenjulega samhent,
vann með honum að áhugamálum hans, og hjónaband þeirra
var í alla staði hið ástúðlegasta. Ég var um tuttugu ára skeið
tíður gestur á heimili þeirra og get því af eigin raun borið
vitni um afburða gestrisni þeirra, og sömu sögu á margur
Hafnarfari að segja, því að þar var löngum mjög gestkvæmt.
Islendingum var þar ávallt tekið sem heimamönnum, enda
mælti húsmóðirin á íslenzka tungu svo að ekki varð heyrt
að útlendingur ætti í hlut.
Þau hjónin tókust ferð á hendur til Islands síðastliðið sum-
ar og fóru þá nokkuð um landið, en í upphafi háskólaársins
flutti Sigfús háskólafyrirlestra um rannsóknir sínar á sögu
Væringja. Með þeim hætti tókst svo til að hann var staddur
í Reykjavík á 75 ára afmæli sínu, og gamlir Hafnarstúd-
entar héldu honum fjölmennt samsæti þann dag. Var þá
ljóst hvílíkum vinsældum afmælisbarnið átti að fagna, og
mun mörgum sú samkoma minnisstæð, því að flestir sáu
þá Sigfús Blöndal í síðasta sinn, glaðan og reifan, eins og
flestir munu kjósa að minnast hans. Skömmu síðar fóru þau
hjónin heim til sín, en litlu eftir nýjár tók að bera á hjarta-
sjúkdómi þeim sem varð banamein Sigfúsar. Hann andaðist
að heimili sinu við Hörsholm 19. marz þ. á.
Sigfúsi Blöndal auðnaðist að ljúka meira dagsverki en flest-
um er léð. Hann var velmetinn embættismaður þeirrar þjóð-
ar sem hann dvaldist með mestan hluta aldurs síns, og rit-
störf hans hafa tryggt honum heiðurssess meðal íslenzkra
fræðimanna. En þeir sem áttu því láni að fagna að kynnast
honum persónulega munu ekki síður minnast marmkosta hans