Skírnir - 01.01.1950, Page 17
Skímir
Sigfús Blöndal
13
og prúðmennsku, vammlausrar framkomu ok hugsunarhátt-
ar. Hann var allra manna umtalsbeztur og gjörsamlega frá-
hitinn því að leita höggstaðar á náunga sínum, heldur reyndi
ávallt að draga fram hið bezta hjá hverjum manni og mál-
stað. Ég veit ekki til þess að Sigfús Blöndal hafi átt í deilum
við nokkum mann, og ég hygg að enginn sem kynntist hon-
um nokkuð að ráði hafi getað komizt hjá því að láta sér verða
hlýtt til hans og meta hann mikils. Sumum gat fundizt hann
dálítið bamalegur, einkum við fyrstu kynni. En sú skoðun
var næsta yfirborðsleg; hún átti rót sína í einhliða mati á
því skapgerðareinkenni Sigfúsar að hann varðveitti flestum
betur opinn og móttækilegan hug bamsins allt fram á efstu
ár, en hárbeitt gagnrýni var honum aldrei eiginleg. Hins veg-
ar var hrifning hans hreinskilin og falslaus, jafnvel af sum-
um þeim hlutum, sem aðrir virtu að vettugi. Hann var alla
ævi hinn sanni studiosus perpetuus: í stöðugri leit að meiri
fróðleik og meiri fegurð; þess vegna gat hann aldrei orðið
fræðimaður þeirrar gerðar sem grefur sig niður í ákveðið
viðfangsefni og sér ekkert utan við það, heldur hlaut hann
að hnýsast í margt sem ekki kom fræðirannsóknum hans við
og jafnvel tafði hann frá þeim. En sjálfur hafði hann gagn
af því, það víkkaði sjónhring hans, gerði líf hans auðugra,
og hann var óspar á að miðla öðmm af auðlegð sinni.
Ævistarf sitt vann Sigfús Blöndal meðal bóka, og sjálfur
var hann bókamaður með lífi og sál. Hann átti mikið og gott
bókasafn, en þvi var hvorki sniðinn stakkur að kröfum þeirra
bókasafnara sem leggja alla stund á sjaldgæfar bækur og
meta gildi þeirra eftir útgáfuámm eða öðram orsökum fá-
gætis, né heldur hinna sem safna bókum um eitthvert ákveðið
efni og kosta kapps um að eignast allt, smátt og stórt, sem
um það er til á prenti. Safn Sigfúsar af íslenzkum bókum
og ritum um íslenzk efni var þó óvenjulega gott, að því er
tók til bóka frá 19. öld og síðar, án þess að hann hefði gert
sér far um að tína að sér hvers konar smælki. En safn hans
af erlendum bókum bar þess ljós merki að því hafði safnað
maður sem keypti bækur til þess að lesa þær og eignaðist
þær bækur sem hann hafði gaman af að lesa. En slíkar bæk-