Skírnir - 01.01.1950, Page 23
Skírnir
Meistarinn drátthagi í Árnasafni
17
krónubækur og tveggjakrónubækur, og stundum má finna
þar gamla íslenzka skræðu, sem einhver stúdent hefur skilið
við sig fyrir máltíð á Kannibalnum eða glas. Og litlu ofar
hanga gljáfægðir eirkatlar og tindiskar á krókum meðfram
gangstéttinni, — og hinumegin gamlir skór, blómagrindur,
snjáðir jakkar og myndir. Það er arfur fomsalans úr verald-
legu þrotabúi þessa hverfis.
Héma uppfrá var Helvíti, og þarna niðri á hominu er
Himnaríki. Og svo var það einn dag, að ný krá var opnuð
í miðju Fjólustræti. Það var Hreinsunareldurinn. Og hér, í
Stóra Kanokastræti, bjó Árni Magnússon sjálfur; hér em
stúdentagarðarnir, Ehlers Collegium, Borchs Collegium og
yzt Regensinn, Gamli Garður. Og beint á móti okkur er Sí-
vali tum, sem hefur eins og af misgáningi dottið framan við
Trinitatiskirkjuna. Þar uppi á loftinu sat Jón Grunnvíkingur
með púltið sitt á hnjánum og skrifaði handritin upp. Og
undir gangstéttarhellunum fyrir neðan, þar sem eitt sinn
var kirkjugarður, liggur Ámi Magnússon grafinn.
Og handan við Vorrar Frúar kirkju, þar sem líkneski Bert-
els Thorvaldsens standa marmarahvít með veggjunum, opn-
ast Sankti Péturs stræti með fornfálegum húsum og ódýmm
bókum í kjöllurum. Og það var hér, innan við þessa glugga
á annarri hæð, sem Jónas Hallgrímsson átti síðast heima.
Þetta er þögult hverfi. Hér em engin börn að leik, lítil
umferð, hvergi gluggatjöld, hvergi blóm. Allt ber þess merki,
að hér er setið við lestur. Það er aðeins, þegar einhver fær
kærkomna sendingu að heiman, að heyra má kliðinn leggja
frá Litla Apótekinu, og þá ósjaldan íslenzka vísu.
Hér við Frúartorgið, gegnt kirkjunni, hefur Hafnarháskóli
staðið út allar miðaldirnar, og stendur enn. Hann var Há-
skóli Islendinga fram á þessa öld, — og meðan safn Áma
Magnússonar er hér innan veggja, göngum við þar enn um
dyr, sem em okkar.
Háskólabókasafnið er rauð tígulsteinsbygging í nýgotnesk-
tun stíl, lögð munkasteini með háum odddregnum gluggum.
Það er í skrýtnu misræmi við hinn þunga klassiska virðuleik
Frúarkirkjimnar og gamla Metrópólítanskólans, eflaust til-
2