Skírnir - 01.01.1950, Síða 24
18 Björn Th. Bjömsson Skímir
raun til þess að skapa þessu umhverfi gamalla bóka eitt-
hvað af dulblæ miðaldanna. Og hér innst, innan við læstar
jámgrindur og myrkan bókasal háskólans, er enn lítill salur,
læstur. Það er Ámasafn.
Hér em handritin þétt í hillunum, frá gólfi til lofts —
hvert þeirra heimur, ævi kynslóða -—- ótal óráðin leyndarmál.
Og það er sem hggi héðan þúsund ósýnilegir þræðir, sem
tengjast atburðum og örlögum manna langt aftur í myrkri
tímans.
F.in er sú bók í Ámasafni, sem er ólík öllum öðrum, og
það er hiin, sem við skulum nú hyggja að. Hún er frekar
lítil og óásjáleg, blöðin víða grotnuð,
og nafn hennar, þar sem hún stend-
ur í hillunni, er 673a 4to. Þegar við
opnum hana, kemur í ljós, að allar
síður hennar eru þaktar myndum,
og það dylst ekki, að hér hefur snill-
ingur farið um höndum.
Alls em teikningarnar í bókinni
hartnær hundrað talsins, og af ólík-
asta tagi. Af stílrænni athugun og
samanburði við önnur íslenzk lista-
verk verður það ljóst, að myndim-
ar muni gerðar á milli 1410 og 1440.
Ennfremur, að allar myndirnar muni
vera verk sama manns og að hann
hafi að öllum líkindum verið munk-
ur.
Myndunum er ekki raðað á neinn
hátt, enda hefur blöðunum oft ver-
ið ruglað, og hvergi, að heita má,
em nokkrar skýringar. Ef myndunum er skipt niður eftir
efni, og þó þannig, að síðumar standist á, verður helzta
efnið þetta: Fyrst sex myndir, sem sýna sköpun heimsins,
og hin sjöunda, þar sem guð situr á regnboganum með jörð-
ina við fætur sér og fjögur merki guðspjallamannanna í kring.
Síðan allmargar myndir úr sögu Maríu, þá píslarsaga Krists