Skírnir - 01.01.1950, Side 25
Skímir
Meistarinn drátthagi í Árnasafni
19
á níu heilsíðumyndum, frá Júdasarkossinum til upprisunnar.
1 fjórða kaflanum kæmu hinar fjölmörgu myndir Maríu og
heilagra manna, svo sem heilagur Ólafur, Kristófer, Georg,
Antóníus, Þorlákur og mærin Katrín. Og síðast er það, sem
gerir hókina svo fjölskrúðuga og undarlega, það eru hinar
mörgu myndir kynjadýra og hversdagsmanna, sem alls stað-
ar eru á dreif um síðurnar.
Innan um tignar og virðulegar biblíupersónur iðar þarna
líf samtíðarinnar, — bóndi á hesti, hlaupandi hermaður með
jámhatt og panzara, menn að draga þorsk og aðrir að vinda
upp segl á kaupfari. Og saman við þetta rennur svo hinn
dularfulli kynjaheimur miðaldanna, — skrímsli, sem eru í
grjótkasti við menn, forynjur með fuglsbúk og drekahöfuð,
eða mannsbúk og höfuð dýra, sem reka út úr sér tunguna.
Og hér eru djöflar með píslartæki við rúmstokk deyjandi
fólks.
Mönnum finnst það ef til vill undarlegt, að slíkum mynd-
um úr hjátrú manna og daglegum háttum skuli þannig vera
blandað saman við helgimyndir, — ekki hvað sízt, ef höf-
undurinn hefur verið munkur. En slíkt var alvanalegt. Mið-
aldakirkjan var ekki eins hörundsár gagnvart því, sem kalla
mætti hversdagslegan, eða jafnvel ókristilegan hugsunarhátt,
og hún er í dag. Víða má finna myndir í gömlum kirkjum,
sem eru þannig, að svonefnt borgaralegt velsæmi mundi snúa
sér undan í hryllingi við að sjá þær. Og annars staðar má
finna myndir, þar sem beinlínis er hæðzt að kirkjunni og
kennilýð hennar. Þannig eru til dæmis myndir í kirkju einni
í Limoges, sem sýna ref, tákn lævísinnar, ífærðan messu-
skrúða, standa uppi í prédikunarstólnum. Hann bandar ann-
arri loppunni að sið klerka, en heldur á pergamentsblaði í
hinni, þar sem textinn er skrifaður. Fyrir neðan sitja hæn-
ur og hlusta hrærðar á hann.
Meðan trúarkenningar kirkjunnar voru ekki dregnar í efa
eða vald hennar skert, var mönnum flest leyfilegt.
I gamalli messubók í Haag er mynd, sem sýnir ljón sitja
í hásæti konungs og halda á bók. Á spjald hennar eru skrif-
uð orðin Gjálífi, öfund og Hroki, — og við hhð hans leika