Skírnir - 01.01.1950, Page 27
Skírair Meistarinn drátthagi í Ámasafni 21
með skotthúfu og oddmjóa skó að tízku aldarinnar, en hinn
er í hálfgerðri kreppu og hniprar sig saman. Hér hefur lista-
maðurinn brosað í kampinn, því að hann hefur séð, að öll
fléttan er heldur svo skökk á blaðinu. Nú getur hann ekki
setið á kímni sinni og hefur skrifað undir myndina, til þess
af körlunum, sem er i úlfakreppunni: Vara þú þig. Vertu
ekki undir rósinni, hún hallast fyrir víst ...
Tökum eftir því, að hann kallar fléttuna rós. En það var
gamall siður að mála og skera út rós yfir skriftastólum í
kirkjum, til þess að minna hina syndugu á návist Krists.
Er alls ekki ólíklegt, að hann hafi ætlað að hafa þessa teikn-
ingu fyrirmynd slíkrar rósar, sérstaklega þar sem Krists-
myndin er í henni miðri. Skyldu ekki
vera leifar af þessum sið í málinu, þeg-
ar við segjum, að talað sé undir rós?
Á öðrum stað hefur hann teiknað
drykkju. Þrír glaðværir karlar eru við
lágt borð, — drekka tveir þeirra úr
homum, en hinn þriðji úr keri, og súpa
stóran. En fyrir aftan þá situr kölski
glottandi, með hófa og hala, og bíður
síns tíma. Fyrir ofan myndina hefur
einhver langþyrst sála á 17. öld skrifað:
„Da mihi bibere. (Gef mér að drekka.)
Ver heill þú, og villdi eg hér vera(?)
nú.“ Hinumegin á blaðinu em svo þung-
lyndislegar myndir heilags Ólafs og Kat-
rínar.
Þegar bók þessi er rannsökuð í ljósi
annarra íslenzkra hstaverka frá 14. og
15. öld, kemur brátt í ljós, að hún geym-
ir ýmislegt það af táknmerkjum og
kirkjulegum minnum (mótífum), sem ekki verða fundin í
öðmm myndum okkar.
Mörg þessi minni má rekja til bóka þeirra, sem einu nafni
vom nefndar Biblia pauperum eða fátækrabiblíur og vom
útbreiddar um alla álfirna. Fátækrabiblíur þessar vom ætl-