Skírnir - 01.01.1950, Side 28
22
Björn Th. Bjömsson
Skímir
aðar þeim fjölda, sem ekki var læs á skrifaðan staf, hinum
fátæku í anda, og voru atriði biblíunnar sett þar fram í
einföldum og skýrum myndum.
Um önnur atriði Teiknibókarinnar verða göturnar hins-
vegar flóknari. Athugum til dæmis eina mynd, sem sýnir
Maríu krjúpa frammi fyrir Kristi og skýla mannkyninu í
möttli sínum. Þetta minni, hin svonefnda Madonna miseri-
corda, er reyndar all-algengt í listum Norðurálfu xun þetta
leyti, — en hver er uppruni þess? Við skulum athuga það
lítilsháttar.
Þegar myndheimur fátækrabihlíunnar fór að breiðast út
um álfuna, tóku ýmsar klausturreglumar að slá eign sinni
á ákveðin minni og helga sér þau. Dómínikanska reglan gekk
lengst fram í þessu, og árið 1324 safnaði dómínikanamunk-
ur einn í Strassbm-g, Ludolf von Sachsen, öllum þessum
minnum reglunnar saman í mikla myndabók, sem nefnd er
Speculum humanæ salvationis, eða Spegill mannlegs hjálp-
ræðis. En þetta er ekki aðeins safn gamalla minna, heldur
koma hér í fyrsta sinn fram mörg þau atriði, sem seinna
urðu algeng í listaverkum dómínikönsku reglunnar um all-
an heim.
Hin merkustu þeirra eru hin svonefndu ámaðarminni
(interventionsmótíf), þar sem María og Kristur em látin
hafa á höndum milligöngu á milli dauðlegra manna og Guðs.
Þau koma fram í tveim atriðum, —- hið fyrra sýnir Maríu
ganga fyrir Krist og sýna honum nakin brjóst sín, en hið
síðara sýnir Krist benda Guði á sár sín. Hugsunin er hér sú,
að maðurinn snúi sér fyrst til Maríu með hænir sínar, því
að 1 augum dómínikananna stóð hún manninum nær en
Rristur, en það er ekki í valdi hennar sjálfrar að bænheyra
hann. Þvi gengur hún fyrir Krist og sýnir honum nakin
brjóst sín, sem hann hafði nærzt við, og biður hann fyrir
þá skuld að koma bæninni á framfæri við Guð. Síðara stigið
er svo það, að Kristur gengur fyrir föður sinn og hendir
honum á undir sínar og biður hann að verða við hæninni
fyrir þær píslir, sem hann hafi þolað fyrir mennina.
Grundvallarhugmyndin er hér sú, að guð sé mannkyninu