Skírnir - 01.01.1950, Síða 29
Skímir
Meistarinn drátthagi í Árnasafni
23
reiður fyrir syndir þess, og að hann slöngvi að því þrenns
konar refsiörvum, en þær eru pest, stríð og hungursneyð.
Samtvinnuð þessu er svo hugmyndin, sem einnig kemur
fram í Speculum, að María skýli mannkyninu fyrir reiði
guðs með því að breiða yfir það kápu sína. f þeirri mynd
Speculums, sem sýnir þetta atriði, er meira að segja gengið
svo langt, að guð er sýndur svífandi í skýjum fyrir ofan
með hoga, og skýtur að þeim, sem leitað hafa sér skjóls.
Þessi nýju minni breiddust hrátt út með öðrum minnum
dómínikönsku reglunnar, og við eigum áreiðanlega heimild
fyrir því, að þau hafi náð fljótlega hingað upp til fslands.
Það er í Lilju Eysteins Ásgrímssonar. Þar kemur ekki aðeins
fram hugmyndin um Maríu, sem skýlir mönnumnn undir
möttli sínum, heldur einnig hæði árnaðarmixmin, — María,
sem sýnir Kristi brjóst sín, og Kristur, sem sýnir föður sín-
um sárin. Eysteinn segir:
Heyrðu mig nú, himins og jarðar
háleit byggðin allra dyggða,
megindrottning manna og engla,
móðir guðs og lækning þjóða!
Þá er mæðumst í nógum nauðum,
nálæg vertu minni sálu!
Vef þú ágœtu verndarskauti,
von mín sönn, til hjálpar mönnum.
Máría, kreistu mjólk úr brjóstum,
mín drottning, fyr barni þínu!
Dreyrug föSurnum sýn þú sárirt,
son Máríu, er naglar skáru.
Túlkun Eysteins kemur hér of nákvæmlega heim við mynd-
imar í Speculum, til þess að ætla megi, að hann hafi sótt
efnið beint í frumheimildirnar, en þær em rit Heisterbachs,
hvað Maríumyndina snertir, en Amauds de Chartres um árn-
aðarminnin. Speculum var mjög útbreitt rit, og er m. a. til
eitt þýzkt afbrigði þess í Ámasafni.
Þótt höfundur Teiknibókarinnar sæki þannig iðulega efni
sitt í erlenda menningarstrauma samtíðarinnar, setur hann
það fram í skemmtilega íslenzku og óhátíðlegu gervi. í þess-