Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 30
24
Bjöm Th. Bjömsson
Skímir
ari mynd breiðir María ekki víðan möttul sinn yfir mann-
kynið, eins og siður er erlendra mynda, en heldur á mönn-
unum í svuntu sinni, eins og þegar íslenzk sveitakona ber mó.
Ég býst við því, að það sé þessi hugmynd, sem enn lifir,
þegar við köllum eitt blómið okkar Mariustakk.
Þannig heldur þetta litla kver áfram að seiða okkur inn
í nýja heima, opna okkur nýjar glufur, þar sem gægjast má
inn og sjá aldarfarið. Eitt af því eru búningar fólksins, sem
fylla þessar síður.
f hendi Teiknibókarhöfundarins er fjöðrin svo létt, að hann
gerir sér margbreytnina að leik. Fyrir honum eru klæði
manna ekki ill nauðsyn eða bhnd venja, heldur notar hann
mismunandi snið þeirra til þess að gefa persónum sínum
ákveðin gildi og fullnægja um leið listrænni þörf. En klæð-
in, sem koma hér fyrir, eru ekki gripin úr hugmyndaheimi
hans sjálfs, heldur er það fatnaður, sem menn notuðu, —
sumt nýjasta tízka, annað dálítið gamallegt.
Stundum er breytileg klæðatízka höfð í flimtingum og
hún kölluð hégómi. Þótt það eigi ef til vill við um einstakar
kenjar hennar, er það yfirleitt alrangt. Hver minnsta breyt-
ing í tízku á sínar rökrænu orsakir. Hún er hin sífellda sam-
ræming mannsins við það umhverfi, sem hann lifir í. Og
hver þjóðfélagsbreyting gerir til hans nýjar kröfur. Eða hvort
væri það ekki dálítið broslegt á þessari öld flugvéla, járn-
brauta og allrar vinnutækni manna, ef karlmenn gengju um
í silkiflúruðum pífubúningi rókókótímans, eða að húsmæð-
ur ferðuðust í strætisvögmnn eða stæðu
í ös verzlunarhúsa í tveggja metra víð-
um krínólínum með vírgrindum og
ökklasíðum brókum?
Nei, tízkan er síður en svo hégómi.
Hún er hin síbreytilega sjálfstjáning
mannsins gagnvart heimi sínum og sam-
félagi, þótt hún stökkvi reyndar stund-
um út undan sér. Við skulum rétt líta
á tvö af mörgum tízkuatriðum Teikni-
bókarinnar.