Skírnir - 01.01.1950, Síða 32
26
Bjöm Th. Bjömsson
Skímir
Um lengd hans er það stytzt að segja, að árið 1359 gefur
Skálholtsbiskup út fyrirskipun, þar sem hann bannar strang-
lega öllum prestum sínum og djáknum að bera lengri strúta
á hettum sinum en álnar langa og tveggja þmnlunga hreiða.
Má því fara nærri um lengdina, sem spjátrungar og skart-
gjamir höfðingjar höfðu, þegar þetta voru ströngustu tak-
mörk kirkjunnar.
Eins og sjá má af þessari tilskipun, var strúturinn mun
eldri og fylgdi fótsíða kyrtlinum um miðja 14. öldina. En
þegar á leið, styttist kyrtillinn og nam ekki nema við hné,
og varð þá skóbúnaður manna allt í einu mjög mikilvægt
atriði. Ekkert lá því nær en að samræma skóna við hettu-
strútinn langa og bæta rananum framan við þá!
Eins og rósin yfir skriftastólnum og Maríustakkurinn, svo
beinir einnig þetta atriði huganum til okkar daga, — því
mér vitanlega er skotthúfan íslenzka gleggsta leifð þessarar
tízku, sem enn er lífs í Norðurálfu.
Allar myndir Teiknibókarinnar bera þess glöggt merki, að
höfundurinn er staddur á straummótum. 1 myndum hans
rennur saman hinn gamli og viðkvæmi gotneski stíll, þar sem
fínleiki línunnar felur sjálfur í sér rök þess, að menn dragi
mynd, — og hið vaknandi raunsæi 15. aldarinnar. Þá fóru
menn að reyna að skýra út alla skapaða hluti á rökréttan
hátt, og urðu því oft slæmir árekstrar við gamlar venjur.
1 myndlistinni ollu geislabaugar dýrlinganna alveg sér-
stökum vandræðum. Hvort áttu þeir til dæmis að skyggja á,
ef maður stóð fyrir aftan, eða voru þeir gagnsæir? Hvemig
átti að fara að, þegar heilagur maður sneri hnakkanum fram,
eins og títt er í myndum af kvöldmáltíðinni? Átti þá aðeins
baugurinn að sjást, en ekki höfuð hans, eða mátti setja hann
fram fyrir andlitið? Eða, þegar dýrlingur var sýndur sofandi
eða dáinn, átti hann þá að hvíla á baugnum, eða var hann
sveigjanlegur? Slík heilahrot gátu komið fílefldum manni í
gröfina.
1 Teiknibókinni sjáum við iðulega, að þessi listamaður okk-
ar lendir í slæmum vandræðum, en oftast er hann að fullu
barn sinnar aldar. Þannig er til dæmis í myndinni af greftr-