Skírnir - 01.01.1950, Page 33
Skímir
Meistarinn drátthagi í Ámasafni
27
un Krists. Heilagur Nikódemus stendur við höfðagaflinn og
lyftir Kristi. En hann tekur ekki undir höfuðið, eins og við
mætti búast, heldur tekur hann í barminn á geislabaugnum
og lyftir honum þannig.
f þessari merkilegu bók tvinnast saman heit og innileg
trú, eins og í myndinni, þar sem Kristur her kross sinn til
Golgatha, og blítt jarðneskt yndi. Hún er unaðsleg stúlkan,
sem situr hér brosandi með reifabarn sitt að nöktum barmi.
Þótt hann kalli hana Mariu og láti hana bera kórónu, hefur
hún ef til vill verið ástmær hans í leyndum, langt íslenzkt vor.
En á bak við allt lifir myrkfælni miðaldanna, hræðslan
við Helvíti, eins og djúpur undirleikur. Á einni mynd sjáum
við konu liggja á dánarheði sínum, en handan við krjúpa
tvær aðrar og gráta. Upp úr munni hennar stígur sálin í
liki lítils hams, og tveir englar, sem svífa fyrir ofan, grípa í
handleggina og toga sálina upp á við. En við rúmstokkinn
sitja tveir ófrýnilegir púkar með krókstjaka, reyna að krækja
í hana og ná henni á sitt vald. Og við fótagaflinn stendur
sjálfur höfðingi myrkranna og bíður glottandi leiksloka. Þann-
ig stendur hið eilífa heimsstríð um sál hvers einasta manns.
Þótt það sé gaman að fletta þannig síðum bókarinnar og
láta myndir hennar kveikja okkur ljós í myrkrum þessara
gömlu tima, — sjá andlit hans, klæðnað, trú og siði, — þá
er Teiknibókin fyrst og fremst mikið og einstætt listaverk.
Hver mynd hennar er djörf og ömgg tjáning manns, sem
hefur borið purpurakápu listarinnar með fullum sóma.
Þegar Harry Fett gaf út rit sitt hið mikla um norska mið-
aldalist, en þar taldi hann íslenzkt efni með, kaus hann
myndir úr Teiknibókinni ekki aðeins á titilblað bókar sinn-
ar, heldur einnig á kápu, þótt hann ætti um þúsund norskra
mynda að velja. Fett hafði látið ljósmynda Teiknibókina og
gefið hana út í ársritum norska fornleifafélagsins árið 1910.
Nú i haust, eða réttum 40 ámm síðar, lét ég ljósmynda hana
aftur með allri fullkomnustu tækni, og við samanburðinn
má sjá, hve mjög henni hefur hrakað á þessum tíma.
Bókin er nú orðin rúmlega fimm alda gömul og farin að
láta á sjá. Á þessari löngu ævi hafa margar hendur blessað