Skírnir - 01.01.1950, Page 35
SVEN B. F. JANSSON:
RÚNASTEINNINN FRÁ KENSINGTON
Vísindin hafa enn aðra skyldu fyrir utan kappsfulla og hlutlæga
leitina að sannleikanum. Þau hafa lika ábyrgðina að varSveita
sannleikann óbrenglaðan og óspilltan. Stundum kemur þetta fram
í því, að sýnt er, hve undirstaða bæði alþýðlegra og vísindalegra
hugsmíða getur verið ótraust.
Harry Shapiro.
Haustið 1898 fannst steinn með áletrun hjá Kensington,
stað vestan til í Minnesota. Steinninn fannst á jörð, sem
sænskur vesturfari, Olof Öhman, átti. Öhman var fæddur á
Helsingjalandi árið 1856 og fluttist að sjálfs sín sögn til Norð-
ur-Ameríku 1881, og vann hann þá á ýmsum jörðum í Dou-
glas County í Minnesota. Árið 1884 fór hann aftur til Sví-
þjóðar og dvaldist þar í tvö ár; en hann fór aftur til Ameríku
1886, kvæntist og settist að á jörð nálægt Kensington tveim-
ur árum síðar.
Einn nóvemberdag árið 1898, þegar öhman ruddi akur og
felldi tré á jörð sinni, fann hann flatan stein með rúnum
á tveim hliðmn. Fundur rúnasteinsins vakti auðvitað eftir-
tekt þar i héraðinu, og steinninn var hafður til sýnis í skilta-
glugga í Kensington.
Það eru til mjög nákvæmar lýsingar á fundi steinsins.
Elzta prentaða heimildin, sem ég hef lesið, er grein í The
Minneopolis Journal 22. febrúar 1899, og er hún því rituð
þrem mánuðum eftir að steinninn fannst. Hún hefst á þess-
um orðum:
„Rúnasteinn, fundinn þrjár milur norðaustur frá Kensington, í Dou-
glas county, Minnesota, hefur vakið töluverða athygli meðal þeirra manna,
sem hug hafa á forntnn minjum eftir Norðurlandabúa í þessu landi.
Steinninn er nú í höndum C. O. Curmes, prófessors við Northwestem
University í Evanstone, 111., og hann er að rannsaka áletrunina gaum-