Skírnir - 01.01.1950, Síða 36
30
Sven B. F. Jansson
Skímir
gæfilega. Steinninn var fundinn í síðasta nóvembermánuði af Ole Oh-
man, bónda í suðvestanverðu Douglas county, þegar haim var að grafa
fyrir rætur trés, sem var eitthvað þrjátíu eða fjörutíu ára gamalt, og
vakti lega steinsins undir trjárótunum, lögun hans — sem minnti á graf-
stein — og hinir einkennilegu stafir þegar athygli hans. ... Sumum
af þeim, sem sáu áletrunina, sýndist hún grísk, og eftirrit voru send
til grísku deildarinnar við háskólann í Minnesota, en þar fundu menn,
að um rúnir var að ræða, og voru nú eftirritin fengin próf. O. J. Breda,
sem er kennari í Norðurlandamálum. Eftir vandlega rannsókn ristunnar
... ályktaði hann, að um prett væri að ræða, eða einhver maður, sem
nokkur skil hefði kunnað á rúnum, hefði gert þetta sér til gamans ...
Eftir vandlega rannsókn verða ljósmyndir gerðar af steininum og send-
ar til sérfræðinga í þessum efnum. Próf. Breda stingur upp á hinum
mestu vísindamönnum í rúnafræðum, L. F. A. Wimmer í Kaupmanna-
höfn og Sophusi Bugge, sem líka er Norðurlandabúi, og hann heldur, að
þeim yrði ekki mikið fyrir að skera úr þvi, hvort ristumar eru ósviknar."
Fyrirspum um þetta efni var auðsjáanlega gerð, því að
vorið 1899 símaði Sophus Bugge, Gustav Storm og Oluf Rygh:
„Hinn svo nefndi rúnasteinn er klúr fölsun; hann er gerður
af sænskum manni með meitli, lítils háttar kunnáttu í rún-
um og ensku.” x)
Ef menn hefðu treyst dómi Breda (og Sophusar Bugge,
Storms, Ryghs og annara), hefðu síðari tíma menn sloppið
við langa sögu, sem að vísu er ekki alls vamað, en er þó í
heild sinni sérlega leið.
f grein þeirri, er fyrr var vitnað í, er sagt frá því, hvernig
til hagaði, þar sem steinninn fannst: hann lá undir rótum
trés, sem var 30—40 ára gamalt. Nákvæmari lýsingar komu
síðar fram, og ég þori að fullyrða, að enginn rúnasteinn, sem
ég hef rannsakað, getur hrósað svo nákvæmum frásögnum af
fundinum og Kensingtonsteinninn. Ég kem að þeim aftur, því
að þær skipta máli að ýmsu leyti, en fyrst skal ég drepa á
sögu steinsins eftir þetta. Steinninn, sem nú var afhjúpaður,
var sendur finnanda aftur í næsta mánuði, þ. e. í marz 1899,
og öhman setti hann í tröppumar að komhlöðu sinni. Það
er mjög líklegt, eða að minnsta kosti hugsanlegt, að hann
hefði fengið að liggja þar í næði, ef ekki hefði Norðmaður-
1) Tilvitnunin er eftir Dagens Nyheter 9. maí 1911. Að þvi er ég
fæ séð, hefur verið þagað um dóm þessara þriggja fræðimanna.