Skírnir - 01.01.1950, Síða 37
Skírnir
Rúnasteirminn frá Kensington
31
inn Hjalmar Holand komið til Kensington 1907 til að safna
þar sem annarstaðar efni í bók, sem hann vann að, um norsku
vesturfarirnar. Holand skrifar um sjálfan sig, þegar hann
segir frá því, er hann rakst fyrst á Kensingtonsteininn, sem
örlög hans áttu að verða tengd við: „Þar sem ég hafði eytt
miklum tíma í að nema rúnir og fornnorrænu, meðan ég var
í háskólanum, hafði ég mikinn áhuga á fundinum.“ t) Ho-
land eignaðist steininn, hafði hann heim með sér og tók að
rannsaka hann. Þegar 17. janúar 1908 kom út fyrsta ritgerð
hans um steininn, í Skandinavien, einu af merkustu Norður-
landablöðum í Ameríku, og þá hefst barátta Holands að
reyna að sýna fram á, að Kensingtonsristan sé ósvikin; sú
barátta gerðist í óteljandi fyrirlestrum, fjölda greina og rit-
gerða og í þremur stórum bókum, af ást, sem er átakanleg,
með hrifningu, sem sýnilega litar frá sér, fimi, sem er eftir-
takanleg, seiglu, sem er ótrúleg, yfirbragðs-hlutlægni, sem
virðist hafa glapið menn, og loks þekkingu, sem er furðu-
lega lítil hjá manni, sem þó segist hafa hlotið einhverja mál-
fræðilega menntun. Hjalmar Holand hefur nú fórnað 42 ár-
um af ævinni — ekki til að leita sannleikans um Kensing-
tonristuna, heldur til að leitast við að sanna, að hún sé
ósvikin. Eftir hálfa öld er trúin á Kensington-steininn orðin
mögnuð og útbreidd. Árið 1948 var hann sýndur í Smith-
sonian Institution í Washington og var nefndur: einn hinn
merkasti sögulegi minjagripur, sem fundizt hefur í nýja
heiminum. Meira hefur nú verið skrifað um hann en nokk-
urt annað norrænt minnismerki. Allt er þetta í rauninni verk
H. Holands — ævistarf hans. Svo mikil ást hefði verð-
skuldað, að fyrir henni yrði eitthvað betra en þessi steinn,
sem ég skal nú þessu næst lýsa.
Steinninn er úr grásteini, en það er tiltölulega mjúk berg-
tegund. Hæðin er 78 cm, breiddin 40 cm, þykktin 15 cm.
Þyngdin er óvanaleg: rúm 90 kg.
1) H. R. Holand: The Kensington Stone. A Studie in Pre-Columbian
American History (1932), bls. 4.