Skírnir - 01.01.1950, Síða 38
32
Sven B. F. Jansson
Skímir
Áletrun:
(Framhlið) 8 : göter : ok : 22 : norrmen : po : en : op-
þagelsefarþ : fro : vinlanþ : of : vest : vi : haþe : láger : veþ
: 2 : skjar : en : þags : rise : norr : fro : þeno : sten : vi :
var : ok : fiske : en : þagh : áptir : vi : kom : hem : fan
: 10 : man : röþe : af : bloþ : og : þeþ : A V M : fráelse :
af illy : (Vinstri hlið) har : 10 : mans : ve : havet : at :
se : áptir : vore : skip : 14 : þagh : rise : from : þeno : öh :
ahr : 1362 :
Því miður gat próf. Breda ekki ráðið tölustafatákn rúnrist-
arans, þegar hann rannsakaði ristuna 1899.1) Einkum var það
bagalegt, að ártalið 1362, ritað með sérstökum táknum, kom
ekki fram, þegar ristan var skýrð í fyrstu skiptin (en í þeim
ráðningum voru annars fleiri smávillur). Hér gat Holand kom-
ið í opna skjöldu, og Holand var maður, sem kunni vel að færa
sér í nyt hagfellt frumkvæði. Holand heldur nefnilega fram,
að Kensingtonristan hafi verið gerð grunsamleg og tekin síð-
an af dagskrá, af því að rýnendurnir, sem ekki gátu ráðið
ártalið, hafi gengið að því vísu, að ristan væri frá dögum
Leifs heppna, upphafi 11. aldar, og fordæmt hana á þeim
forsendum. Mál og rúnir þess tíma eru alkunnar, en ristan
sjálf ársetur sig 1362, og þá eru öll einkenni hennar, að dómi
Holands, eðlileg eða að minnsta kosti skýranleg. „Rannsókn
mín á ristunni færði mér brátt heim sanninn um það, að
hvort sem ristan er ósvikin eða svikin, þá hafði hún verið
dæmd aðallega á röngum forsendum. Til dæmis var hin al-
gengasta mótbára, að tungan væri ekki forn-norræn og rist-
an því fölsun, augljóslega á misskilningi byggð, því að fom-
norræna var hætt að vera tunga í Svíþjóð og miklum hluta
Noregs löngu fyrir 1362.“ Að tilhlutun Holands var málið
tekið til meðferðar í Minnesota Historical Society af safns-
nefnd þess, en í henni voru: N. H. Winchell, „jarðfræðingur
og ríkis-fornfræðingur“; séra E. C. Mitchell, „fornfræðingur";
1) Að Breda réð ekki hin mjög einföldu tölustafatákn, kemur án efa
fyrst og fremst af því, að hann hefur ekki talið ómaksins vert að rann-
saka fölsunina nákvæmlega. Honum þótti hún ómerkileg, og ómerkileg
er hún, og ætti að fá að vera, hverjum norræntun málfræðingi.