Skírnir - 01.01.1950, Side 42
34
Sven B. F. Jansson
Skírnir
innar, vantar í rauninni aðeins eitt mikils háttar nafn. Ég
á þar að sjálfsögðu við nafn Ottos von Friesens. Til að gera
grein fyrir skoðun hans á Kensingtonsteininum er nóg að
birta bréf, sem finnst meðal plagga hans í háskólabókasafn-
inu í Uppsölum. Bréfið, sem skrifað er af málfræðingnum
Georg Flom, prófessor við Illinois-háskóla, er dagsett 2. fe-
brúar 1911 og byrjar þannig:
„Kæri prófessor von Friesen: Þér munuð minnast þess, að við töluð-
um um Kensingtonsteininn daginn, sem ég heimsótti yður í Uppsölum
siðastliðið sumar, og í því sambandi sögðuð þér mér, að Minnesota Hi-
storical Society hefði skrifað yður eða einhverjum öðrum, og að þér hefð-
uð í svari yðar gert fulla grein fyrir því, hvers vegna ristan yrði af
málfræðilegum og rúnfræðilegum ástæðum að teljast fölsun. Ég sagði
yður þá, að þeir hefðu aldrei birt bréf yðar — þeir höfðu stungið því
undir stól ásamt með öðru, sem hné í þá átt að sýna, að ristan væri
svikin. Þeir virðast ekki hafa skilið, að þeir hefðu átt að nota efni það,
sem þér voruð að hafa fyrir að senda þeim. Nú er „draugurinn" aftur
kominn á kreik — skýrsla félagsins er komin út og niðurstaðan er sú,
að steinninn sé ósvikinn."
Uppkast að svari til hr. Warrens Uphams, ritara Minne-
sotanefndarinnar, finnst líka í plöggum v. Friesens. Það er
á þessa leið:
„Heiðraði hr. ritari: Þegar ég kom aftur heim til Uppsala úr páska-
leyfinu, beið mín heiðrað bréf yðar með ósk um, að ég legði dóm á rúna-
steininn, sem fannst hjá Kensington 1898. Ég þekkti ristuna þegar af
fyrri upplýsingum, og skoðun mín á henni hefur ekki gert annað en
styrkjast enn meir af ljósmynd þeirri, sem þér senduð til Uppsala:
ristan er gerS á síSuslu tímum af manrá, sem hefur þekkt eitthvaS til
rúna, en búiS hefur til ný merki, þegar þekkingu hans þraut.“ U
Hvernig brá nú Minnesota Historical Society við dómsorð-
um sérfræðinga þeirra, sem spurðir höfðu verið? Hún lýsti
yfir því, „eftir að hafa athugað gaumgæfilega öll andstæð
rök“, að Kensingtonristan sé „sönn söguleg heimild“.
Það sýnir óneitanlega vel vinnubrögð forvígismanna Ken-
singtonsteinsins, að því hefur ekki verið sinnt, að á sama
tíma var til önnur amerísk nefnd, skipuð málfræðing-
um. Þessarar nefndar getur Holand aldrei, og hún hefur
gleymzt, alveg eins og dómsorð norrænu fræðimannanna.
1) v. Friesen hefur undirstrikað með bleki þau orð, sem hér eru
skáletruð.