Skírnir - 01.01.1950, Page 43
Skírnir
Rúnasteinninn frá Kensington
35
Hún var skipuð í apríl 1910 af „the Philological Society of
the University of Illinois“, og hlutverk hennar var að rann-
saka mál og rúnir Kensingtonristunnar með það fyrir aug-
um að ákveða, hvort hún væri ósvikin. f nefndinni áttu sæti:
Dr. Julius E. Goebel, formaður félagsins, prófessor í þýzku;
Dr. D. K. Dodge, prófessor í ensku; Dr. C. H. Greenough,
prófessor í ensku; Dr. L. M. Larsen, aðstoðar-prófessor í sögu;
Dr. H. S. V. Jones, ‘associate’ í ensku; Dr. Josef Wiehe, kenn-
ari í þýzku, og Dr. George T. Flom, aðstoðarprófessor í Norð-
urlandamáltnn. Háskólanefndin komst að þeirri niðurstöðu,
að „Kensingtonristan getur ekki verið frá 1362, 1) vegna þess,
að hér vantar endingar þær, sem voru í málinu eins og það
var talað á þeim tíma, og 2) af því að hún sýnir ekki rúna-
stafrof þess tíma ... Ályktun nefndarinnar er þess vegna,
1) að ristan er fölsun, og 2) að hún er frá seinni tímum.
Þegar leitað var að ástæðum fölsunarinnar, létu sumir nefnd-
armenn í ljós þá skoðun, að hún ætti rætur að rekja til
þeirra miklu umræðna rnn Vínlandsferðirnar, sem áttu sér
stað seint á áttunda og snemma á níunda tug aldarinnar.“
Næsta skipti, sem ristan vakti athygli, var, þegar bók
Hjalmars Holands The Kensington Stone kom út 1932, og
síðan hefur það gerzt við og við. Sérstaklega hefur blaða-
mönnum þótt matur í steininum, og hefur engin breyting
orðið á því. Starfsmenn daghlaðanna hafa, sem von er til,
ekkert á móti þó nokkrum æsifréttum.
Merkisárið í sögu Hjalmars Holands og rúnasteins hans
virðist annars vera 1948, og er það eins konar hátíðarár, því
að þá var hálf öld frá því steinninn fannst. I upphafi árs-
ins var steinninn sendur til Washington og settur í sýningar-
skáp í hinni merku Smithsonian Institution, og vakti það
mikla athygli í blaðaheiminum, ekki aðeins í Ameríku. Hvað
svo sem álit þessarar frægu stofnunar um steininn kann að
hafa verið, var mjög almennur sá skilningur, að með þessu
tæki hún afstöðu. Mörg dæmi mætti nefna um þetta, en ég
skal aðeins vitna hér til tveggja blaðagreina, sem einkum
skipta máli fyrir norræna lesendur. I Nordstjernan (2. des.