Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 44
36
Sven B. F. Jansson
Skírnir
1948) stendur í grein einni, undir fyrirsögninni „Sannleikur-
inn um víkingafundinn“: „Þegar Smithsonian Institution hef-
ur sýningu á Kensingtonsteininum og setur hann í heiðurs-
sess í safninu í Washington, er það að voru áliti skýr viður-
kennnig á því, að steinninn er ekki lengur skoðaður sem
fölsun. Það er því líkast sem forstöðumönnum safnsins sé jafn-
annt um að veita þessum rúnasteini maklega uppreist sem
flugvél Wright-bræðranna, sem hlýtur loksins nú þann stað,
sem hún hefði átt að eiga frá upphafi í Smithsonian-stofn-
uninni.“ I Aftenposten 15. marz 1948 stendur undir fyrir-
sögninni „Norðmenn í Minnesota 130 árum áður en Colum-
bus fann Ameríku“ fréttin um flutning steinsins til Wash-
ington, en „þar hefur hann,“ segir blaðið, „verið rannsak-
aður nákvæmlega. Fremstu fomfræðingar(!) Ameríku em
nú komnir að þeirri niðurstöðu, að hann er talinn ósvikinn.
Þeir segja, að þeir telji steininn einhvem hinn merkasta sögu-
legan minjagrip, sem fundizt hafi í nýja heiminum. öll aðal-
blöð og útvarpsstöðvar hirtu fréttina á laugardag.“ Greininni
lýkur: „Fyrir Holand er þessi ákvörðun mikil uppreist og
verðskulduð viðurkenning á óþrotlegu starfi heillar ævi.“ Og
þegar loksins Johannes Brondsted, hinn kunni danski fom-
fræðingur, rannsakar steininn í Washington og athugar
fundarstaðinn með Hjalmari Holand, og segir í New York
við blaðamenn, að sér sem fornfræðingi sé næst að halda,
að Kensingtonristan sé ósvikin, þá er ekki að furða, að amer-
ískir fræðimenn og almenningur í Ameríku og Evrópu haldi,
að nú sé loksins ráðin gátan um Kensingtonsteininn, og
margir góðir og tryggir niðjar Norðurlandahúa glöddust.
Að sögn Brondsteds var þó málfræðinganna að kveða upp
lokadóminn, en þessi vamagli missti þó magn sitt, þegar
hann gat þess um leið, að „rannsókn, sem próf. William Thal-
bitzer, ágætur málfræðingur og kennari við Hafnarháskóla,
hefur nýlega gert, bendir á, að textinn og þar af leiðandi
steininn sé ósvikinn. Rannsóknin verður gefin út hér í rit-
um Smithsonian-stofnunarinnar.“ x) Orð Brondsteds fengu
1) Það er vitanlega að jafnaði óleyfilegt að vitna til oiða manns