Skírnir - 01.01.1950, Page 45
Skímir Rúnasteinninn frá Kensington 37
útbreiðslu, sem við eigum erfitt að gera okkur í hugarlund
hér í fámenninu.
Þegar ég kom til Ameríku í desember 1948, fann ég þegar,
að ég var kominn þangað á hátíðarári Kensingtonsteinsins,
og skal ég rétt nefna eitt dæmi, sem skýrir þá tilfinningu.
Ég ferðaðist með sænsku málmgrýtis-flutningaskipi, sem gekk
frá Narvík til Alabama. 5. desember kom amerískur hafn-
sögumaður um borð, rétt áður en siglt var inn til Mobile.
Skipstjórinn hafði auðsjáanlega getið þess við hann, að ég
ætlaði að athuga rúnastein í Ameríku. Af því leiddi það, að
þessi hafnsögumaður frá suðurríkjunum, sérfræðingur í sigl-
ingaleiðum Mexíkóflóa, gekk fast eftir því að fá vottorð um,
að það væri hann, sem hefði komið til hafnar Ms. Raunala
og manninum, sem kom til að rannsaka Kensingtonsteininn.
Þetta voru fyrstu kynni mín af Ameríku, og ég skildi, að
fréttir af steininum höfðu farið víða.
Rannsókn próf. Thalbitzers á Kensingtonsteininum er prent-
uð í hinu kunna, og annars ágæta, tímariti Danske Studier
(43. bindi; 4. röð, 7. bindi).
Ég skal ekki taka til umræðu rit um Kensingtonsteininn
— þau eru amerísk að umfangi — heldur koma nú að rist-
unni sjálfri. Það er þá eðlilegt að byrja á rúnunum.
Fyrst er vert að gera sér ljóst, að rúnir Kensingtonsteins
ins eru sumar hverjar mjög einkennilegar og annars óþekkt-
ar í rúnaristum. Samt eru þær auðskildar, og er það af
því, að þar kemur fram eftirtektarverð hneigð til að líkja
eftir bókstöfum þeim, sem nú tíðkast. Það virðist ekki
nokkur vafi vera á því, að þessu er háttað eins og Otto von
Friesen sá þegar 1910, að Kensingtonrúnaristarinn hefur
„þekkt eitthvað til rúna, en . .. búið til ný merki, þegar þekk-
ingu hans þraut“.
Slík merki eru t. d. ö-táknið og a-táknið; ö er aflangur
hringur með krossi í miðju og tveimur punktum yfir; a-
táknið er Andrésarkross (eða x) með tveimur punktum yfir.
eftir blaðaviðtali, en í Aftenposten 7. maí 1948 segir Brandsted, að New
York Times hafi farið rétt með orð hans.