Skírnir - 01.01.1950, Síða 46
38
Sven B. F. Jansson
Skírnir
Um fyrri „rúnina“ verður Thalbitzer að viðurkenna (rit-
gerð hans, bls. 21, nmgr. 2), að stöðugt vanti ný dæmi1)
um ö með tveimur punktum frá ‘samtíð’ steinsins (14. öld-
inni)“. En hvert leitar Holand og síðan Thalhitzer dæm-
anna? f skrifletur. Svo að í svip sé aðeins hugað að einni
rún, þá hefur ö með tveimur punktum ekki fundizt í neinni
heimild frá miðöldum. Því er svo háttað, að tveir punktar
yfir ö-i koma fyrst fyrir á 16. öld í latínuletri.
Með því að ég hef nú um stund gefið mig að tveimur
dönskum vísindamönnum, öðrum fomfræðingi, hinum sér-
fræðingi í menningarsögu heimskautslanda og skrælingja-
málum, er ef til vill viðurkvæmilegt að gefa orðið dönskum
1) ‘Gömul’ dæmi um það eru ekki til heldur. Hliðstæður þær, sem
Holand bendir á og Thalbitzer tekur upp eftir honum, eru ekki dæmi
um ö með tveimur punktum. Dæmið um gegnumstrikað 0 í Nœstved
Obituarium er auðvitað rangt. Þar er að ræða um o með skammstöf-
unarmerki (= lat. obiit), og hefur það því ekki hljóðgildið ö, heldur o.
Svona kemur Holand á ýmsum stöðum upp um sig, svona missagnir
koma stundum fyrir hjá honum, og það er furðulegt, að Thalbitzer,
er talar sem málfræðingur, fylgir honum hér. Annað dæmi þess er það,
þegar Thalbitzer segir: „í norsku hréfi frá 1321 (Dipl. Norvegicum I)
... kemur fyrir nafn sem öllingi sem byrjar með ö-tákni, sem er mjög
líkt rúninni hér“, þ. e. á Kensingtonsteininum. Það þarf töluverða skarp-
skyggni til að átta sig á, að i þessari heimild er nafnið „Öllingi" ekki
skrifað með tveimur punktinn yfir fyrsta stafnum, þar sem það er ein-
mitt merkasta einkenni ö-rúnarinnar á Kensingtonsteininum, og Thal-
hitzer lýkur kaflanum nokkrum línum neðar með þeirri fullyrðingu,
að Kensingtonristarinn hafi þekkt til punkta yfir stöfunum frá skrift.
William Thalbitzer er hér engu betri en Hjalmar Holand. — En hvað
er svo að segja um heimild þeirra? Nafn það, sem þeir lesa „Öllingi",
lítur þannig út í heimild þeirra (Diplomatarimn Norvegicum I):
Bókstafur sá, sem notaður hefur verið til að sýna, að ö-rún Kensington-
steinsins sé fom og ósvikin, er ekki 0 heldur E, sem hverjum manni
má vera ljóst, sem nokkuð hefur átt við handrit. 1 Dipl. Norv. er þetta
alþekkta nafn auðvitað lesið rétt, þar stendur Ellingi, og það hefur
Holand sannanlega séð! Hvernig getur próf. Thalbitzer ginið við þess-
ari sönnun? Og hvernig getur Danske Studier fengizt við „vísindi“ af
þessari tegund?