Skírnir - 01.01.1950, Page 49
Skímir
Rúnasteiruiinn frá Kensington
41
ari mælskubomu spurningu: „Ef menn hugsa sér höfund
ristunnar falsara, sem er langt inni í Minnesota eftir miðja
síðustu öld, en fyrir 1895, hvaðan hefði hann átt að fá þekk-
ingu sína á gyllinitölunum?“ Ég skal svara spumingunni, þó
að hún sé mælskuborin. Fyrst og fremst þurfti hann ekld
að þekkja nein gylhnitöl, því að engin gyllinitöl koma fyrir
í ristunni, en í öðm lagi er það alls ekki svo óhugsandi sem
Holand og Thalbitzer virðast telja, að t. d. sænskur bóndi
á 19. öld þekkti til þessara tákna og notkunar þeirra fyrir
tölustafi. Að falsarinn hafi verið „langt inni i Minnesota“
stendur í nokkm sambandi við vesturfarirnar.1)
Hvemig líta nú þessi dularfullu tákn út? Ég tilfæri þau
hér í sömu röð og á steininum:
f fí f T T [F íffí
8 2 2 2 10 10 14 1362
Hver og einn getur séð í hendi sinni, að Kensington-rist-
1) Það er ekki ómerkilegt að athuga, hvemig áróðurinn fyrir sann-
gildi Kensingtonsteinsins er rekinn. Dæmi um þetta skal nefnt úr blöð-
um Norðurlandabúa í Ameríku. 1 Nordstjernan 24. febrúar 1949 er
borið lof á afrek próf. Thalbitzers, þegar birt var fréttin af því, að ég
teldi ristuna frá lokum 19. aldar. Ritstjóri Norðstjömunnar skrifar:
„Orð dósents Jansons eru forvitnileg, en auðvitað ekki ráð að leggja
meira upp úr þeim en þau eru verð. 1 verkahring rikisfomfræðings er
hann antiquarius extraordinarius, og hann er aðeins einn þeirra 25—30
dósenta í Stokkhólmi, Uppsölum og Lundi, sem hafa norræn málvísindi,
norræna þjóðfræði og norræna og almenna fornfræði að kennslugrein.
Yfir þeim standa svo auðvitað prófessorarnir. Tveir prófessorar frá Norð-
urlöndum, báðir danskir, hafa eftir langar og itarlegar rannsóknir ...“
Holand (Nordstjernan 10. marz 1949) segir, að það sé hressandi að sjá,
„hve vandlega hann (þ. e. prófessor William Thalbitzer) hefur unnið, og
svarar öllum málfræðilegum og rúnfræðilegum spurningum. En dósent
Jansson hefur auðsjáanlega ekki lesið greinargerð Thalbitzers. The Smith-
sonian Institution er nú að láta þýða hana á ensku og ætlar innan
skamms að láta prenta hana.“ Fullyrðingin, að ég hafi ekki lesið rann-
sókn Thalbitzers, þegar ég kvað upp úr um skoðun mína, er röng. Það
var þvert á móti svo, að það var ritgerð hans og orð próf. Bröndsteds,
sem ollu því, að ég leit á það sem skyldu mína að tala. Eins og það
er nú skylda mín að skrifa.