Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 51
Skimir
Rúnasteixmiiin frá Kensington
43
Norðurlandabúa er gott að rifja upp texta ristunnar, svo að
málfar hennar sé honrnn í fersku minni; sjá bls. 32. Að
minnsta kosti mætti búast við, að sænskur lesandi undraðist,
að málið skuli vera svo unglegt að blæ.1) Margur menntaður
Svíi hefur komið til mín og spurt, hvemig því sé varið, að
fjöldi Ameríkumanna og Englendinga hafi getað fellt sig við
mál ristunnar; menn hafa hreint ekki getað skilið, að ágæt-
ir, útlendir jarðfræðingar, fomfræðingar, safnamenn o. s. frv.
skuli ekki hafa snúizt móti ristunni. Því hef ég svarað, og
ég vil endurtaka það hér, aS í þýSingum þeim á ensku, sem
mönnum hafa veriS fengnar aS dæma eftir, hafa málvill-
urnar auSvitaS horfiS. Á ensku er ristan t. d., frá málfræði-
legu sjónarmiði, ekki nœrri eins vitleysisleg og á frummál-
inu. Þetta verður að hafa í huga, þegar dæmt er um vís-
indamenn og almenning erlendis. Vissulega eru til margir
Svíar (verkfræðingar, tannlæknar, liðsforingjar o. s. frv.), sem
trúa á ristuna, en þeir hafa sefjazt af ýmsum ástæðmn, og
enginn þeirra mun þó geta fellt sig vel við, hve málið er
unglegt að blæ. Hvernig Holand og Thalbitzer hafa reynt
að krafsa sig út úr ógöngunum, skal ég víkja að brátt.
Af vandamálum málfræðinnar skal ég byrja á beygingu
orðanna. Fyrst veitum við því athygli, að þegar frumlag er
í fleirtölu, er orSmynd sagnorSsins undantekningarlaust ein-
tala. Hér er brotið móti hinni svonefndu samræmisreglu,
það stendur: vi haþe, vi var, vi kom, (vi) fan, (vi) har.
1 sænskri áletrun frá 1362 ætti að standa: hafdhum, varum,
1) Islenzkum lesanda œtti að vera ljóst þegar í stað, hve fjarlægt
málið er fommálinu bæði að orðmyndum og orðaforða. Auðvitað er ekki
hægt að ætlast til þess, að vanalegur íslenzkur lesandi viti, á hvaða
stigi sænska var á 14. öld, en hann ætti þó að sjó í hendi sinni á auga-
bragði, að eitthvað muni bogið við t. d. opþagelsefarþ, þeno, þeþ (þ. e.
de[a]d, heygingarlaust), from; svo og við það, að rúnaristarann skort-
ir tilfinningu fyrir því, hversu forsetningar og sagnir eiga að stjóma
föllum nafnorða. Aðrar stórvægilegar málvillur, sem grein er gerð fyr-
ir í meginmálinu, ættu og að vera hvaða manni ó Islandi sem er auð-
skildar. Þess væri að vænta, að islenzir blaðamenn létu blöð sín ekki
flytja almenningi athugasemdalaust texta ristunnar svo sem ó henni
væri ósvikið 14. aldar mól. ÞýS.