Skírnir - 01.01.1950, Page 53
Skímir
Rúnasteinniim frá Kensington
45
fra þeno öh standa í staðinn fyrir fra þessi 0. Vi var ok
fiske en þagh (o: dagh) er heldur en ekki frjálslegt orðfæri,
sem vissulega væri ekki von til að rekast á í rúnaristu frá
14. öld. Síðasta orðið, fiske, er að dómi Thalbitzers „hirðu-
laus framburður svo sem í hraðri frásögn".
Hvað á að segja um heyginguna í setningu eins og þessari:
vi fan 10 man röþe af bloþ og þeþ? Þegar maður rekst á
annað eins, þarf sannarlega ekki að vera gæddur „en middel-
alderlig-skolast-ovet filologs fintfolende oren" til þess að láta
sér fátt um finnast. Lítið aðeins á hið margumrædda orð
ded, sem er ritað með tveimur þ-um og sérhljóðanum e og
sem ekki er beygt. Auðvitað hefur Holand ekki veitt því
athygli, að orðið er óbeygt, og Thalbitzer hefur sýnilega ekki
heldur gætt að þessu, sem þó er heldur en ekki kynlegt í
14. aldar rúnaristu. Þegar orð eins og from og of vest, fyrir
utan þeþ (ded), koma fyrir í ristunni, þá er það ekkert
undrunarefni, að málfræðingar sem Magnus Olsen og Elias
Wessén tali um „samsvörun við ensku14.1)
Wessén talar um þetta2) skýrt og skorinort: „Reyndar er
eðlileg skýring allra málseinkennanna sú, að rúnaristarinn
hefur orðið fyrir áhrifum af blendingsmáli því, sem á síð-
ari tímum er talað í skandinavisku byggðunum í Miðvestur-
Bandarikjum og sem við könnumst við frá Sænsk-ameríkön-
um, þegar þeir koma heim. Þetta er ástæðan . . . til að hin-
ir dauðu eru kallaðir “ded”, ‘frá’ hefur myndina „from“ og
‘vestur’ er skrifað „of west“.“
Hinar furðulegu setningar (vi) har 10 mans ve havet og
14 þagh rise from þeno öh eru líka óhugsandi, þegar á
beygingu er litið. En þær eru ef til vill enn eftirtektarverð-
ari frá öðru sjónarmiði, t. d. orðaforðans. En áður en
ég fer að athuga orðaforðann, skal ég ljúka að fjalla um
beygingar Kensingtonristunnar með lítilli bendingu, til
manna, sem ekki eru málfræðingar.
1) Magnús Olsen, Aschehougs konversationsleksikon (1948). Grein-
inni lýkur: „Fræðimenn hafa alveg hafnað ristunni, sem hlýtur að vera
búin til á seinni timum.“
2) Svenska Dagbladet, 3. april 1937.