Skírnir - 01.01.1950, Page 54
46
Sven B. F. Jansson
Skírnir
Menn athugi það, að ristan er af forvígismönnum henn-
ar ekki einungis talin vera gerð á tíma fomsænskunnar,
heldur á tíma hinnar eldri, klassisku fomsænsku. Klass-
isk fornsænska er hún kölluð af því, að heimildirnar sýna
enn enga greinilega hneigð til að leysa sundur orðmynda-
kerfið. Eina heimildin, sem sýnir þá upplausn gegn um
þykkt og þunnt, er — Kensingtonristan. Með því er ég ekki
að segja, að unnt sé heldur að koma henni undir yngri forn-
sænsku. f raun og vem er eini staðurinn, sem hún kemur
alveg heim við að máli til, Minnesota á síðara hluta 19. aldar.
Þetta er exm ljósara, ef líka era gefnar gætur að orðaforð-
anum.
Hvað á nú að segja um orð sem opþagelsefarþ (opdagelse-
fard)? Orðið er ekki til í eldri norsku, dönsku og sænsku.
Ekki er heldur til sagnorðið opdaga, eða réttara sagt: það
er til, en í allt annari merkingu, og er það enn verra fyrir
þá, sem barizt hafa fyrir ristunni. Meðferð Holands á þessu
orði er gott dæmi um vísindamennsku hans: hann veitir
ranga fræðslu um þýðingar orðabókanna til að fá stuðning,
sem í raun og vem er ekki til. Próf. Thalhitzer gerir enga
athugasemd. f sakleysi spyr hann um sagnorðið opdage:
„Hver hefur notað þetta orð fyrr á Norðurlöndum en Kens-
ingtonristarinn í fomsænsku samhengi? Það er ekki til í mið-
aldamáli því, sem varðveitt er í bókmenntum.“ Hann bætir
við: „Orð eins og opdagelse er alveg ókunnuglegt í fornsænsku,
rétt eins og það kæmi fram löngu áður en það verður til —
að þvi leyti sem málfræðingunum hefur verið það kunnugt.“
Ég skal skjóta því hér inn í, að málfræðingi er það aug-
ljóst, að ef orð, sem ekki er áður fundið, finnst í heimild,
sem af öðmm ástæðum verður að álítast ósvikin, þá verður
að taka orðið gilt og skýra það. Og málfræðingamir taka því
með gleði, það getur hreint og heint verið dálítil uppgötvun.
En þegar það er fundið í heimild, sem öll önnur rök sýna,
að sé fölsuð, þá er það auðvitað alvarlegt brot móti vísinda-
legri aðferð að virða orðið. Þá gerir nýja orðið heimildina
enn grunsamlegri. Annars má geta þess um sagnorðið
„uppdaga“, að það þýðir: „verða dagljóst“ enn í lok. 18. aldar.