Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 56
48
Sven B. F. Jansson
Skírnir
rise, ‘dagleið’, orð, sem ef til vill hefur verið notað hér í
fyrsta skipti til að taka við af lengdareining hinnar miklu
sjóferðar, sammæli ferðar skipsins. Á sjónum hafa meim
væntanlega talað um dœgr eða eitthvað svarandi til þess á
sænsku, sem fjarlægðir á sjó voru mældar með í fornöld
(áður en ‘sjómilan’ var fundin upp). Með ‘dœgr’ var til-
greind fjarlægðin frá íslandi til Noregs eða Grænlands.
‘Dagrise’ var ný föst lengdareining á landi.“ x)
Ég hef tekið upp nokkuð langan kafla eftir síðasta fræði-
manni, sem um þetta hefur fjallað, til að henda á, hvílíkar
torfærur sá maður á við að etja, sem vill trúa á orð rúna-
ristarans, að ristan sé frá 14. öld.
Þar eð Thalbitzer kallar Kensington-rúnaristarann „klerk“
og talar um „klausturskólann í átthögum hans“, skal ég að
lokum benda á eitt varðandi orðin A V M fraelse af illy.
Thalbitzer þýðir: „Hil Jomfru Maria, frelse (os) fra ondt!“
Kaþólskum manni mundi aldrei detta í hug að tilbiðja
Maríu mey á þennan hátt, og sýnir það þá, að rúnaristar-
inn hefur ekki verið kaþólskur.
Hvorki Holand né þeir, sem endurtaka hans orð, hafa neit-
að, að til séu málslegir annmarkar á því, að ristan sé frá
klassiskum tíma norrænna mála, en þeir telja og trúa sig
geta sýnt, að hvert einkennilegt og ungt atriði hafi getaS
verið til þegar árið 1362.
En lesum nú aftur ristuna, lítiun á hana sem heild. Ég
segi fyrir mig, að mér finnst hún augljóslega tímavillt.
1) Öll byrjun er erfið. Það hefði losað rúnaristarann við það erfiði
að innleiða nýtt orð og fræðimenn við mikil heilabrot, ef rúnaristarinn
hefði kunnað fornsænsku og þekkt þaðan hin vanalegu orð um þetta,
t. d. orðið dagsledh. Ef hvorki hann né aðrir af Gautunum hafa munað
þetta orð, má mikið vera, ef ekki hefði einhver hinna 22 Norðmanna
getað minnt hann á það. Nokkurn veginn tilsvarandi orð (dagleiS)
kemur fyrir í íslenzku kvæði frá 11. öld, en bæði það og önnur orð
um sama hugtak koma fyrir í Leiðarvísi Nikulásar ábóta (frá miðri 12.
öld). Alveg eins og fornmenn höfðu mörg orð um vegarlengdir á sjó,
höfðu þeir mörg orð til að tákna vegarlengdir á landi. Eitt þeirra var
dagleiS, dagsledh. ÞýS.