Skírnir - 01.01.1950, Side 60
52
Sven B. F. Jansson
Skímir
Hér vil ég líta minnast á spuminguna um heiðarleik rúna-
ristarans. Það hefur líka verið talið ótrúlegt, að heiðurs-
mennimir í Kensington-héraðinu byggju til rúnaristu. Mér,
sem þekki margar sænskar rúnaristur frá vomm dögum,
finnst slíkt ekki bera vitni um glæpahneigð, það er miklu
frekar heldur óheppilegur áhugi á fornminjum af þessari
tegund. „Falskar“ rúnaristur eru vanalegt fyrir-
brigði, að minnsta kosti í Svíþjóð. Og það verður
að hafa í huga, að Kensingtonsteinninn er ekki orðinn að
fölsun í vanalegri merkingu, fyrr en búið er að skrifa þessi
ógrynni af ritgerðum og greinum um hann til að sýna, að
hann sé ósvikinn. Um hann hefur verið skrifað mest allra
gagna varðandi forsögu Ameríku, en rúnaristarinn á ekki
sök á þvi.
Áður en ég hverf frá fundi steinsins, skal ég minnast rétt
aðeins á staðinn.
Þó að ekki væri annað, gæti það vakið ýmsar hugsanir,
að fundinn er norrænn rúnasteinn inni í Minnesota, sem
nrnnið var á síðara helmingi 19. aldar, nærri eingöngu af
Norðurlandabúum, sem oft vora vanir rúnasteinum að heim-
an. En þar við bætist, að hann fannst á jörð, sem sænskur
maður átti, sænskur maður, sem vinir hans í Kensington
segja um enn í dag, að hann las nokkuð og hafði áhuga á
sögulegum efnum. (Þar með hef ég ekki tekið afstöðu til
þess máls, hver hafi búið ristuna til. En það mál er ekki
áhugavert, af því að fölsunin er svo einföld.)
Það er langt síðan menn fengu traust á ristunni, af því
að ártalið 1362 kom svo merkilega heim við leiðangur Páls
Knútssonar til Grænlands. Holand hugsar sér, og heill hóp-
ur manna með honum, að förinni hafi verið haldið áfram
frá Grænlandi til Vínlands, og að það hafi verið þátttak-
endur í þeim leiðangri, sem komizt hafi til Minnesota 1362.
Ártalið kom svo ágætlega heim við þennan norsk-sænska leið-
angur, sem á, að konunglegri tilhlutun, að hafa siglt til
Grænlands árið 1355 til eflingar kristninni þar. Eftirrit af
þessu dálítið vafasama konungsbréfi era prentuð í Gran-