Skírnir - 01.01.1950, Síða 63
Skimir
Rúnasteinninn frá Kensington
55
arlega efnis hennar, ungra orðmynda, orðsambanda og orða
og loks hinna skrýtnu rúna — og að hverju öðru á að gæta
— þá neyðast menn til að telja Kensington-ristuna meðal
þeirra rúnaristna, sem ritaðar hafa verið á vorum dögum af
ýmsum ástæðum.
Oft má sjá þá fullyrðingu, að gáta Kensingtonsteinsins
muni vera óræð. Þannig lýkur t. d. próf. Brondsted grein
sinni „Rúnasteinn Ameríku“ í Aftenposten 7. febrúar 1949
með eftirfarandi orðum: „Að lokum skal ég geta þess, að
ef erfitt er að hugsa sér Kensingtonsteininn ósvikinn, þá er
sannarlega ekki heldur auðvelt að hugsa sér hann til orðinn
við fölsun. Ég hygg hann verði tilefni heilabrota þó nokk-
urra kynslóða enn.“ f raun og veru er alls ekki erfitt að
hugsa sér Kensingtonristuna fölsun, svo sem augljóst ætti að
vera af því, sem hér hefur verið sagt.
Fyrr í sömu kjallaragrein skrifar Brondsted: „Aðalsjónar-
mið mitt er, að Kensingtonsteinninn verðskuldar nýja nú-
tímarannsókn af alveg hæfum málfræðingum. Það dugir ekki
að vera aðeins fræðimaður um víkingaöldina, að þekkja að-
eins rúnaristur víkingaaldar. Við verðum að beiðast álits
manna, sem hafa sérþekkingu um mál miðalda. Þá á eftir
að koma í ljós, hvort þeir fella einróma áfellisdóm yfir stein-
inum eða hvort skynsamir málfræðingar kjósa þó ekki held-
ur að slá vamagla. Ætli það síðamefnda yrði ekki heldur
ofan á. Ef svo færi, verða fylgismenn steinsins að hugga sig
við það, að vamaglinn sé orðinn öflugri að hálfri öld liðinni.“
Með þessu er gert miklu minna úr möguleikum norrænna
málvísinda en rétt er. Frá sjónarmiði þeirra er málið
augljóst, eins og það hefur alltaf verið og verður alltaf:
Rúnaristan frá Kensington er fölsuð. Brondsted
stingur upp á því, að beiðzt sé álits manna, sem hafa sér-
þekkingu um mál miðalda. Það hefur vissulega verið gert
áður, en engu er spillt, þó að það sé gert aftur. En þá er
að sjá til þess, að tekið sé tillit til orða þeirra og raddir þeirra
ekki þaggaðar niður, eins og hingað til hefur verið. Ég býst
varla við, að t. d. amerískir, enskir og þýzkir fræðimenn í