Skírnir - 01.01.1950, Page 65
MAGNtJS MÁR LÁRUSSON:
NÝJA TESTAMENTIS-ÞÝÐING JÓNS VÍDALÍNS
Jón bisbup Vídalín var einn af mestu lærdómsmönnum
sinnar tíðar í þekkingu á fornmálunum og guðfræði. Jón
Halldórsson, sem var náinn samstarfsmaður hans, segir, að
hann og hiskupamir Oddur Einarsson og Brynjólfur Sveins-
son hafi verið þeir lærðustu hér í landi. En Jón Þorkelsson
Skálholtsrektor segir um hann í ævisöguágripi: „Gáfur hans
og lærdómur var mikill í nálega öllum vísindum, en lýsti
sér þó mest í mælsku og latínukveðskap, og var hann mjög
vel að sér í latínskum fræðum, og grísku kunni hann svo
vel, að hann gat komið þar fyrir sig orði.“ x) Það var því
engin furða, að hann tæki sér fyrir hendur að endursboða
hinar eldri Nýja Testamentis-þýðingar, er til vom á íslenzku.
Enda hefur hann að öllum líkindum kynnzt því starfi ung-
ur, þar sem hann dvaldist tvívegis hjá séra Páli Bjömssyni
frænda sínum í Selárdal við nám.
Um þýðingu Jóns biskups höfum vér nokkra vitneskju.
Hann nefnir í bréfi til Worms biskups, dags. 25. ág. 1720,1 2)
að hann hafi þýtt Nýja Testamentið eftir frumtextanum,
og að handritið liggi hjá Áma Magnússyni. Biður hann
Worm að fá leyfi kommgs til þess, að þýðingin verði prent-
uð, þar eð hún sé svo frábmgðin hinum prentuðu. En Árni
Magnússon hafði lofað að leiðrétta bókina undir prentun.
Ástæðan fyrir því, að hann vilji fá þýðinguna prentaða, er
sú, að testamenti séu mjög fágæt og of dýr fyrir allan al-
menning. Þar að auki hafði hann samið skýringar á íslenzku
með hliðsjón af þýðingu sinni. Hann virðist þá gera ráð fyr-
ir að láta prenta skýringar sínar, en það væri gagnslaust,
1) Æfisaga Jóns Þorkelssonar, I., bls. 392.
2) Ame Möller: Jón Vídalín og hans Postil, bls. 411.