Skírnir - 01.01.1950, Side 72
64
Magnús Már Lárusson
Skimir
sjúkan eða í myrkrastofu og komum til þín? Og konungurinn mun svara
og segja til þeirra: Sannlega segi ég yður, að hvað þér gjörðuð einum
af þessum mínum minnstu þræðrum, það gjörðuð þér mér.
Ny kgl. S. 10, fol. Komið, blessaðir föður mins, erfið yður tilbúið ríki
frá grundvelli heimsins, því niig hungraði, og þér gáfuð mér að eta, mig
þyrsti, og þér drykkjuðuð mig, gestur var ég, og þér veittuð mér greiða,
nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var
ég, og þér komuð til mín. Þá munu réttlátir svara honum segjandi:
Herra, nær sáum vér þig hungraðan og fæddum þig, eður þyrstan og
drykkjuðum þig? Nær sáum vér þig framandi og veittum þér greiða, eða
nakinn og klæddum þig? Nær sáum vér þig sjúkan eður í fangelsi og
komum til þín? Þá mun kongurinn svara og segja til þeirra: Sannlega
segi ég yður, svo mikið þér gjörðuð þessum einum minna hræðra, þeirra
minnstu, (það) gjörðu þér mér.
GÞ. Komi, þér blessaðir föður míns, og eignizt það riki, sem yður
var tilbúið frá upphafi veraldar, því að hungraður var eg, og þér gáfuð
mér að eta, þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var eg,
og þér hýstuð mig, nakinn var eg, og þér klædduð mig, sjúkur var eg,
og þér vitjuðuð mín, í myrkvastofu var eg, og þér komuð til mín. Þá
munu hinir réttlátu svara honum og segja: Herra, hvenær sáum vær
þig hungraðan og söddum þig, eða þyrstan og gáfum þér að drekka?
Eða hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, eða nakinn og
klæddum þig? Eða hvenær sáum vær þig sjúkan eða í myrkvastofu og
komum til þín? Og konungurinn mun svara og segja til þeirra: Sann-
lega segi ég yður, hvað þér gjörðuð einum af þessum mínum minnst-
um bræðrum, það gjörðu þér mér.
Steinn. Komið hingað, blessaðir míns föðurs, erfið það riki, sem yður
er tilbúið frá upphafi veraldarinnar, þvi mig hungraði, og þér gáfuð mér
að eta, mig þyrsti, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér
hýstuð mig, nakinn var ég, og þér klædduð mig, sjúkur var ég, og þér
vitjuðuð mín, í fangelsi var eg, og þér komuð til min. Þá munu þeir
réttlátu svara honum og segja: Herra, nær sáum vér þig hungraðan
og söddum þig, eður þyrstan og drykkjuðum þig? Og nær sáum vér þig
gestkominn og hýstum þig, eður nakinn og klæddum þig? Og nær sáum
vér þig sjúkan eður í fangelsi og vitjuðum þin? Og konungurinn mun
svara og segja til þeirra: Sannlega segi ég yður, svo mikið, er þér gjörð-
uð einum af þessum mínum minnstu bræðrum, það gjörðuð þér mér.
VP, bls. 33. Mark. 1:14—15. Jesús kom í Galíleam, prédikandi evan-
gelium Guðs ríkis, segjandi: Timinn er uppfylltur, Guðs ríki er komið,
gjörið iðran og trúið evangelió.
Ny kgl. S. 10, fol. ... kom Jesús í Galíleam, prédikandi evangelium
Guðs rikis, og segjandi: það uppfylldur er tíminn og Guðs riki nálgað-
ist: Gjörið iðran og trúið evangelíó.
GÞ. ... kom Jesús í Galileam og prédikaði evangelíum af Guðs riki,