Skírnir - 01.01.1950, Page 73
Skírnir Nýja Testamentis-þýðing Jóns Vídalíns 65
svo segjandi: Sá tími er nú uppfylldur, og Guðs riki nálgast, iðrizt þér
og trúið evangelíó.
Steinn. ... kom Jesús í Galíleam og prédikaði evangelium Guðs rikis
og sagði, að timinn væri fullkomnaður og Guðs riki væri nálægt: Iðrizt
og trúið evangelíó.
VP, bls. 396. Mark. 13:33. Vakið og biðjið, þvi þér vitið ekki, nær
tíminn er.
Ny kgl. S. 10, fol. Verið varir, vakið og biðjið, þvi þér vitið ei, nær
timinn er.
GÞ. Sjáið til, vakið og biðjið, þvíað þér vitið eigi, nær tíð er.
Steinn. Sjáið til, vakið og biðjið, þvi þér vitið ekki, nær sú tíð er.
VP, bls. 516. Luk. 7: 32. ... einsog börn, þau á strætum sátu og köll-
uðu til hinna: Vér höfrnn fyrir yður í pípur blásið, og þér hafið ekki
dansað, vér þuldum yður harma vora, og þér hafið ekki grátið?
Ny kgl. S. 10, fol. Líkir eru þeir börnum sitjandi á torgi, kallandi
innbyrðis og segjandi: Vér pípuðum yður, og þér dönsuðuð ei, vér þuld-
um yður harma, og þér grétuð eigi.
GÞ. Börnum þeim eru þeir líkir, sem sitja á torgi og klakar hvert
til annars og segja: Vær pípuðum fyrir yður, og þér dönsuðuð eigi, vær
sungum fyrir yður vor harmakvæði, og þér æptuð eigi.
Steinn. Líkir eru þeir þeim smábömum, sem sitja á torgi og hrópa
hvert í móti öðm og segja: Vér blésum í pipur fyrir yður, og þér döns-
uðuð ekki, vér kveinuðum aumkunarlega fyrir yður og þér grétuð ekki.
VP, bls. 613. Lúk. 14:12—14. Nær þú heldur miðdagsverð eður
kvöldmáltíð, þá bjóð ei vinum þínum eður bræðmm þinum eður ætt-
mönnum þinum eður rikum nágrönnum, svo að þeir bjóði þér aftur ein-
hvem tíma og það verði þér endurgoldið, heldur nær þú gjörir heimboð,
þá bjóð fátækum, vönuðum, höltum og blindum, og muntu sæll verða,
því þeir hafa þér ekki aftur að gefa, því það skal þér aftur goldið i
upprisu réttlátra,
Ny kgl. S. 10, fol. . . . þá þú gjörir miðdagsverð eður kvöldmáltið,
þá kalla ei vini þína né bræður þína, og eigi frændur þína, eigi ríka
nágranna, svo ei máske bjóði þeir þér aftur, og verður þér svo uppinnt,
heldur nær þú gjörir máltíð, þá kalla fátæka, limskerta, halta, blinda,
og munt þú sæll vera, því þeir hafa ei þér að endurgjalda, og þér mun
það endurgefast í upprisu réttlátra.
GÞ. . . . Nær þú heldur miðdagsverð eður kvöldmáltíð, þá skaltu eigi
bjóða vinum þínum, né bræðmm, eigi frændum þínum né nágrönnum
þeim, sem rikir eru, að eigi bjóði þeir þér heim til sín aftur, og sé þér
þá endurgoldið, heldur nær þú gjörir heimboð, þá bjóð fátækum, vön-
uðum, höltum og blindum, og muntu sæll verða, því að þeir hafa eigi
5