Skírnir - 01.01.1950, Síða 74
66 Magnús Már Lárusson Skírnir
til þér aftur að lúka, en það mun þér endurgoldið verða i upprisu rétt-
látra.
Steinn. .. . Nær þú gjörir miðdagsverð eður kvöldmáltið, bjóð ekki
þínum vinum, ei heldur þínum bræðrum, ei heldur þínum frændum,
ei heldur þímun nágrönnum, sem eru ríkir, uppá það þeir eigi bjóði þér
aftur einhvern tíma, og þér verði það endurgjald. En nær þú gjörir
eitt heimboð, bjóð fátækum, vönuðum, höltum, blindum, og muntu sæll
verða, því þeir hafa ekki til að gefa þér aftur, því það skal þér endur-
goldið verða í upprisu réttlátra.
VP, bls. 473. Jóh. 3 .• 2. Meistari, vér vitum þú ert einn lærifaðir af
Guði, þvi enginn kann að gjöra þau verk, sem þú gjörir, nema Guð sé
með honum.
Ny kgl. S. 10, fol. Rahbi, vér vitum, að þú ert kominn frá Guði lær-
ari, þvi enginn getur gjört þau teikn, sem þú gjörir, nema Guð sé með
honum.
GÞ. Rabbi, vér vitum, að þú ert einn meistari af Guði kominn, þvi
að enginn getur gjört þau tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum.
Steinn. Meistari, vér vitum, að þú ert af Guði kominn einn læri-
faðir, því enginn getur gjört þau teikn, er þú gjörir, utan Guð sé með
honum.
VP, bls. 23. Jóh. 12:48. Hver sem forsmáir mig og meðtekur ekki
min orð, hann hefur þann, sem hann dæmir. Það orðið, sem ég talaði,
það mun dæma hann á síðasta degi.
Ny kgl. S. 10, fol. Sá mig foragtar og ei meðtekur mín orð, hann
hefur þann hann dæmir. Það orð, sem ég talaði, það mun dæma hann
á síðasta degi.
GÞ. Hver hann fyrirlítur mig og meðtekur eigi orð mín, hann hefur
þann hann dæmir. Það orð, sem ég talaði, það mun dæma hann á efsta
degi.
Steinn. Hver hann foraktar mig og meðtekur ekki mín orð, hefur
þann, er hann dæmir. Það orð, sem ég talaði, það mun dæma hann á
þeim efsta degi.
VP, bls. 51. R. 3:19. Nú vitum vér, að hvað sem lögmálið segir, það
segir það þeim, sem undir lögmálinu eru, svo að allir munnar verði til-
byrgðir og allur heimurinn sakfallinn við Guð.
Ny kgl. S. 10, fol. En vér vitum, að hvað helzt sem lögmálið segir,
það segir það þeim, sem (í) undir lögmálinu eru, svo að (allur munnur)
allir munnar tilbyrgist, og allur heimurinn verði við (Guði) Guð sak-
fallinn.
J.S. 51, 8vo. En vér vitum, að hvað helzt lögmálið segir, þá talar
það til þeirra, sem eru í lögmálinu, svo allir murmar stoppist, og heim-
urirm allur verði við Guð sakaður.