Skírnir - 01.01.1950, Side 75
Skímir Nýja Testamentis-þýðing Jóns Vidalins 67
GÞ. En vér vitum, að hvað lögmálið segir, það segir það þeim, sem
undir lögmálinu eru, svo að allra munnur verði til byrgður, og heimur-
inn allur við Guð sakaður.
Steinn. En vér vitum, að hvað helzt, sem lögmálið segir, það segir
það þeim, sem eru undir lögmálinu, að sérhver munnur tilbyrgist, og
allur heimurinn verði við Guð sakaður.
VP, bls. 9. Róm. 8: Í5.17. Þér hafið ekki meðtekið þrælkunaranda
aftur til hræðslu, heldur hafið þér meðtekið arfleiðslunnar anda, fyrir
hvern vér köllum: Abba, faðir. En ef vér böm erum, þá erum vér og
erfingjar, já, erfingjar Guðs og samarfar Rristí.
Ny kgl. S. 10, fol. Því þér hafið ekki meðtekið þrælkunaranda aftur
til hræðslu, heldur hafið þér meðtekið anda arfleiðslunnar, í hverjum
vér köllum: Abba, faðir. En ef vér emm böm, þá eram vér og erf-
ingjar, (að sönnu) já, erfingjar Guðs, samarfar Christi.
J.S. 51, 8vo. Því þér hafið ei meðtekið þrældómsanda aftur til ótta,
heldur hafið þér meðtekið sonarleifðaranda, í hverjum vér köllum Abba:
það er faðir, .. En ef vér eram böm, þá eram vér erfingjar, sannarliga
Guðs erfingjar og samarfar Christi.
GÞ. Þvi þér hafið eigi meðtekið þrælkunar anda, svo þér þurfið nú
aftur að ugga um yður, heldur hafi þér meðtekið sonarlegan anda, fyrir
hvem vér köllum: Abba, elskanlegur faðir. En fyrst vér eram synir, svo
erum vér og erfingjar, einkum Guðs erfingjar og samarfar Christs.
Steinn. Því þér hafið ekki meðtekið anda þrælkunarinnar aftur til
ótta, heldur hafið þér meðtekið einn sonarlegan útvalningar anda, í hverj-
um vér köllum: Abba, faðir. En ef (vér erum) börn, þá (eram vér) og
erfingjar, (já), erfingjar Guðs, en samarfar Christi.
VP, bls. 120. 1. Kor. 13:4—5. Kærleikurinn er þolinmóður og góð-
gjarn, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn gjörir eigi illmannlega,
eigi þýtur hann upp, hann er eigi ósiðsamur, hann leitar ekki eftir þvi,
sem hans er, hann er eigi þunglyndur, hann þenkir ekki illt.
Ny kgl. S. 10, fol. Kærleikurinn er þolinmóður, góðgjam, kærleikur-
inn öfundar ekki, kærleikurinn gjörir ei illmannlega, þann þýtur ei upp,
hann er ei ósiðsamur, hann leitar ekki eftir því, sem hans er, hann er
ei þunglyndur, hann þeinkir ekki illt.
J.S. 51, 8vo. Kærleikurinn er langlundarsamur, góðgjarn. Kærleikur-
inn er ekki afgunstugur. Kærleikurinn höndlar ekkert léttferðugliga.
Hann er ei uppblásinn. Hann höndlar ei óskikkanliga, hann leitar ei, hvað
hans er, hann verður ei (til hefndar) uppertur, hann hugsar ekki illt.
GÞ. Kærleikurinn er þolinmóður og vingjarnlegur, kærleikurinn van-
lætir eigi, kærleikurinn gjörir ekkert illmarmlega, eigi blæs hann sig
upp, ei er hann ósiðsamur, eigi leitar hann þess, hvað hans er, eigi verð-
ur hann til ills egndur, hann hugsar ekki vondslegt.
Steinn. Kærleikurinn er þolinmóður, er góðgjam, kærleikurinn öfund-