Skírnir - 01.01.1950, Síða 76
68
Magnús Már Lárusson
Skírnir
ar ekki, brúkar ekki hrekkvísi, hann uppblæs sig ekki, hann hegðar sér
ekki óskikkanlega, leitar ekki eftir sínu eigin, hann er ei beisklundaður,
ekki hugsar hann illt.
VP, bls. 31—2. 1. Tím. 6:17—19. Þeim, sem ríkir eru í öld þessari,
prédika þú, að þeir ekki metnist í hjörtum og treysti ekki á auðæfin,
heldur á hinn lifanda Guð, sem oss alla hluti ánægjanlega gefur til notk-
unar, að þeir séu góðgjarnir, að þeir séu ríkir i góðum verkum, séu gjaf-
mildir og fúsir á að meðbýta, safnandi sjálfum sér góðum grundvelli til
hins eftirkomanda, svo að þeir hreppi eilift líf.
Ny kgl. S. 10, fol. Hinum ríku í veröldu þessari bjóð þú, að þeir séu
ekki mikillátir og að vona ekki uppá hinn fallvalta auð, heldur á Guð
lifanda, sá eð veitir oss alla hluti rikuglega til nota, að gjöra gott og
auðgast í góðum verkum, að vera gjafmildir og meðbýtandi, safnandi
sjálfum sér góðum grundvelli til eftirkomandi tíðar, svo að þeir nái ei-
lífu lífi.
J.S. 51, 8vo. Rikum á þessari veröld bjóð þú, að þeir séu eigi mikil-
látir og voni ei á ríkdómsins óstöðugleika, heldur á þann lifanda Guð,
sem oss rikugliga allt veitir til notkunar. (Bjóð þeim) að gjöra gott og
auðgast í góðum verkum, gjarnan meðdeilandi að vera og við alla ljúfir,
safnandi sér liggjandi fé, góðan grundvöll til þess eftirkomanda, svo þeir
höndli eilift líf.
GÞ. Rikum þessarar veraldar bjóð þú, það þeir sé ekki mikillátir og
leggi enga von upp á þennan fallvaltan ríkdóm, heldur uppá lifanda
Guð, sem oss gnóglega gefur allsháttað til notnunar, og það þeir gjöri
nokkuð gott, það þeir auðgist í góðum verkum, sé gjafmildir, góðvilj-
aðir, safnandi sér sjálfum í sjóð góðri grundvallan uppá hið tilkomanda,
svo að þeir höndli eilíft lif.
Síeinn. Hinum ríku í veröldu þessari bjóð þú, að þeir ekki upphroki
sér, ei heldur voni uppá þann óvissa auð, heldur á þann Guð lifanda,
sem gefur oss rikuglega alla hluti til nytsemdar, að þeir gjöri gott, auðg-
ist í góðum verkum, séu gjafmildir, meðdeili (öðrum), safnandi sjálfum
sér (sem öðrum fjársjóð) góðum grundvelli til eftir komandi tima, svo
þeir (geti) öðlazt eilíft líf.
VP, bls. 25. 2. Tím. 3:1—5. Vitið að á síðustu tímum munu verða
fárlegar tíðir, þar munu verða menn sérgóðir, ágjamir, hólsamir,
dramblátir, guðlastarar, foreldrunum óhlýðugir, óþakklátir, glæpafullir,
harðbrjóstaðir, heiftrækir, laussinnaðir, óþýðir, gott hatandi, svikarar,
þverbrotnir, uppblásnir, elskandi meir sælgæti en Guð, hafandi skin guð-
hræðslunnar, en afneita hennar krafti.
Ny kgl. S. 10, fol. En (Vit það) það sé þér vitanlegt, að á síðustu
dögum munu koma torveldir tímar. Þvi þá munu verða menn sérgóðir,
ágjarnir, sjálfhælnir, drambsamir, guðlastarar, foreldmnum óhlýðugir,
óþakklátir, (óheilagir), guðlausir, ómiskunnsamir, tryggrofar, rógsmenn,