Skírnir - 01.01.1950, Síða 77
Skímir Nýja Testamentis-þýðing Jóns Vidalíns 69
sælgætingar, óþýðir, ekkert gott elskandi, forræðarar, hastugir, uppblásn-
ir, þeir eð munaði elska meir en Guð, hafandi yfirlit guðrækninnar, en
hennar krafti afneita þeir.
J.S. 51, 8vo. En það skalt þú vita, að á síðustu dögum munu tilstanda
illar tíðir. Því þá munu vera mennirnir sérgóðir, gjaldgirugir, rauparar,
dramblátir, lastarar, foreldrunum óhlýðugir, óþakklátir, óheilagir, elsku-
lausir, óforlíkjanligir, rógberarar, hóflausir, hógværðarlausir, án elsku til
þess góða, forræðarar, rasandi, uppblásnir, meir elskandi vellyst en Guð,
hafandi yfirlit guðrækninnar, en neita hennar krafti.
GÞ. En það skaltu vita, það á síðustum dögum til standa háskasamleg-
ar tíðir. Því að þeir menn munu verða, sem eru sérgóðir, ágjarnir, mik-
illátir, dramblátir, háðgjamir, foreldmnum óhlýðugir, óþakklátir, óguð-
legir, óhýrlegir, ófriðsamir, spélnir, lostasamir, manndyggðarlausir, svik-
ulir, illúðlegir, hrokafullir, þeir eð meir elska munaðarlífi en Guð, hverj-
ir eð hafa yfirlit guðlegs athæfis, en þess krafti afneita þeir.
Steinn. En þetta skaltu vita, að á þeim síðustu dögum munu koma
torveldir tímar. Því þar munu verða menn sérgóðir, ágjamir, raupsamir,
dramblátir, guðlastarar, foreldmnum óhlýðugir, óþakklátir, óguðlegir,
kærleikslausir, tryggrofar, rógsmenn, lauslátir, ótamdir, ekki þá góðu
elskandi, forræðarar, framgjarnir, uppblásnir, sem framar elska vellyst-
ing heldur en Guð, hafandi yiirlit guðrækninnar, en hennar krafti af-
neitandi.
Af þessum dæmum sést greinilega skyldleikinn með post-
illunni, Ny kgl. S. 10, fol. og Steinsbiblíu. Hinn eldri texti
Guðbrandsbiblíu skín ekki mjög í gegn. Auk þess sést víða,
að postillan og Nykgl. S. 10, fol. standa hvort öðru nær en
Steinsbbilíu.
Þetta er mjög athyglisvert á marga lund. Því orðalag post-
illunnar varð rótgróið í undirvitund manna, er tímar liðu
fram, þar eð flestir hlustuðu á húslestra meistara Jóns. Hefur
þetta haft ótrúleg áhrif á seinni þýðingar. Má t. d. sjá það,
er framangreind dæmi eru borin saman við Biblíuna 1912.
Afdrif þessara þýðinga Jóns Vídalíns og séra Páls Björns-
sonar eru því skringileg. Steinn biskup notaði þær við Biblíu
sína, sem enga útbreiðslu fékk, og var aldrei gefin út á ný.
Það fyrnir yfir handritin, og þau falla í gleymsku. En mælsku-
orð Jóns Vídalíns lifðu lengst af og fluttu hinar gleymdu þýð-
ingar inn í eyra og hjarta þjóðarinnar. Þar fengu þær líf og
mótuðu guðsorðamál seinni tíma.