Skírnir - 01.01.1950, Síða 78
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON:
HÆGRI HÖND OG VINSTRI
Sú staðreynd er ölluxn kunn, að flestir menn beita yfirleitt
meira hægri hendi en vinstri, einkum við vandasöm störf,
sem heimta nákvæmni í hreyfingum. En þessu er ekki svo
farið með alla. Tuttugasti hver maður eða svo er örvhendur,
þ. e. beitir vinstri hendinni á sama hátt og rétthendir menn
hægri hendi, treysta henni betur til allra stórræða og vanda-
samra athafna. örvhendi lýsir sér þá í því, að menn beita
frekar fyrir sig vinstri hendi en hœgri, er þeir læra eitthvert
verk é<5a fremja einhverja athöfn, sem þeim er ný e'Öa ótöm.
Athafnir, sem við verðum að endurtaka oft, verða fljótt
venjubundnar, og örvhent bam temur sér bráðlega að skera
matinn, klippa, tálga, skrifa o. s. frv. með vinstri hendi. Hún
er þeim tamari, þau em lagnari og fimari með henni en
hægri hendinni. örvhendi er svo algeng, að hver maður,
sem kominn er til vits og ára, hefur áreiðanlega þekkt per-
sónulega ýmsa örvhenda menn eða verið samvistum við þá.
Þó hugsa fæstir nokkum tima um það, af hverju sumir
menn eru örvhendir, og enn færri undrast, hvers vegna nátt-
úran hafi fundið það hentugast heiminum, að mikill meiri
hluti manna sé rétthendur. En þetta viðfangsefni hefur reynd-
ar valdið fræðimönnum miklum heilabrotum, og fjölmargar
rannsóknir hafa verið á því gerðar, enda hefur það nokkra
hagnýta þýðingu, bæði frá uppeldislegu og verklegu sjón-
armiði. En því miður em allar skýringartilraunir næsta
ófullkomnar.
Er örvhendi dS færast í vöxt? Engin ástæða er að ætla
að svo sé. 1 unglingaskólum skrifa sjálfsagt eitthvað fleiri með
vinstri hendi nú en fyrir 30—40 áram, en aukningin er ekki
meiri en það, að mildari uppeldisaðferðir, bæði í skóliun og