Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 79
Skímir
Hægri hönd og vinstri
71
heimahúsum, nægja til skýringar. Börn hafa nú yfirleitt
meira frjálsræði og fara frekar sínu fram. Þeir foreldrar og
barnakennarar gerast nú alltaf færri og færri, sem þvinga
örvhend börn með öllum ráðum til að skrifa með hægri hend-
inni, en áður var það algengt. Því er mjög sennilegt, að þeim
mönnum hafi fjölgað nokkuð á síðustu áratugum, sem skrifa
með vinstri hendi, en það þarf ekki að vera af því, að með-
fædd hneigð til örvhendi hafi vaxið, heldur er miklu lík-
legra, að þetta eigi eingöngu rót sína að rekja til breyttra
kennsluhátta og uppeldis.
Verkaskipting handanna. Munurinn á fimi hægri og
vinstri handar er yfirleitt meiri en munurinn á styrkleika
þeirra. Talið er, að hægri hönd sé um 10% aflmeiri en hin
vinstri, en munurinn á fimi þeirra er áætlaður um 25%.
Er hér átt við fullorðna rétthenda menn. örvhendir menn
eru t. d. að jafnaði um 20% seinni að skrifa en rétthendir
menn, og oft skrifa þeir verr. Mikilvæg er einnig verka-
skipting sú, sem á sér stað milli handanna. önnur hönd-
in er sjaldnast alveg iðjulaus, meðan hin er að verki; báðar
starfa þær, hvor á sinn hátt. Þótt við vinnum oftast með
báðum höndum, er sjaldgæft, að við gerum nákvæmlega hið
sama með þeim í senn. Hægri hendinni er einkum beitt til
að gera tíðar, nákvæmar og hnitmiðaðar hreyfingar, en vinstri
höndin er notuð til að halda hlutum kyrrum eða stöðugum,
til stuðnings og til að hagræða hlutum. Nokkur dæmi skýra
þennan mun. Hermaðurinn hlífir sér með skildinum með
vinstri hendi, en beitir sverðinu og leitar höggstaðar á óvin-
inum með hinni hægri. Skyttan heldur boganum stöðugum
með vinstri hendi, en með hægri hendi stjórnar hún örinni.
Ég skrifa, rek nagla, saga, sauma, klippi o. s. frv. með hægri
hendinni, en með hinni vinstri held ég pappírnum, naglan-
um eða kubbnum stöðugum, hagræði klæðinu, sem ég sauma
eða klippi. Þróunin hefur orðið með þeim hætti, að við not-
um ekki einungis hægri höndina meira en þá vinstri, heldur
einnig öðru vísi. Þegar við beitum verkfærum með báðum
höndum, svo sem skóflu eða orfi, stjómar hægri höndin þeim
aðallega, en allverulegur hluti erfiðisins hvílir á vinstri hend-