Skírnir - 01.01.1950, Side 80
72
Símon Jóh. Ágústsson
Skímir
inni eða handleggnum. Sum störf krefjast jafnrar leikni
beggja handa, eins og þegar spilað er á orgel eða píanó.
Loks eru sum störf svo einföld, að við getum unnið þau jafn-
vel með hvorri hendinni sem er, t. d. að bera tösku eða pakka.
Við slík störf á engin verkaskipting milli handanna sér stað.
Yfirleitt hefur það ekki mikla hagnýta þýðingu, hvort
maðm- er rétthendur eða örvhendur, en þó nokkra. Einkum
má benda hér á, að þar sem skrift er miðuð við hægri hand-
ar hreyfingar, er örvhendum hörnum óhægra um skrift og
eru yfirleitt talsvert seinni að skrifa en rétthend börn. Sum-
ar vélar og verkfæri eru þannig gerð, að þau miðast við
hægri handar grip, og er því torvelt eða jafnvel ókleift fyrir
örvhenda menn að vinna með þeim. Til sumra starfa í ýms-
um erlendum verksmiðjum eru t. d. ekki teknir örvhendir
menn.
Orsakir örvhendi. Enn er flest á huldu um orsakir örv-
hendi. Er hún meðfædd og jafnvel ættgeng? Eða á munur-
inn á fimi og verklægni handanna rót sína að rekja til venju
og æfingar? Rannsóknir fræðimanna hafa ekki enn fundið
ótvíræð og fullnægjandi svör við þessum spurningum, og
hafa þó margar rannsóknarleiðir verið reyndar. Skal nú lítil-
lega drepið á hinar helztu þeirra.
Beinast virðist liggja við að fá úr því skorið, hvort hneigð
til örvhendi sé meðfædd eða áunnin, með því að athuga náið
böm frá fæðingu til 1—2 ára aldurs, en þá er oftast komið
ótvírætt í ljós, hvort barn verður rétthent eða örvhent. Þess-
ar athuganir virðast í heild renna sterkum stoðum undir þá
skoðun, að hneigð bama til að beita meir annarri hvorri hend-
inni sé meðfædd og sjálfvakin. En þó verður að játa, að tæp-
lega er þetta þó sannað ótvírætt, því að ómögulegt er að verja
böm fyrir öllum ytri áhrifum, sem haft geta þýðingu í þessu
efni. Um þetta hafa því ágætir athugendur verið ósammála.
Forvígismaður hinnar svo nefndu hátternisstefnu, bandaríkja-
maðurinn Watson, heldur því fram, að athugun leiði í ljós,
að hneigð bama til að nota meira hægri hönd sé engan veg-
inn eðlislæg og meðfædd, heldur eigi rót sína að rekja til
meðferðar ungbarnsins og reynslu þess. Landi hans, Gesell,