Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 81
Skírnir
Hægri hönd og vinstri
73
einn kunnasti bamasálfræðingur, sem nú er uppi, hefur einn-
ig rannsakað þetta atriði náið, en hann hallast að þeirri
skoðun, að meðfædd hneigð hljóti yfirleitt að valda því,
beint eða óbeint, hvort menn eru rétthendir eða örvhendir.
Þótt beinar athuganir á börnum hafi tæplega úr þessu skor-
ið með fullri vissu, verður síðari skoðunin að teljast miklu
líklegri.
Félagslegar athuganir um þetta atriði eru ef til vill þyngri
á metunum. Með öllum þjóðum og kynþáttum, hvar sem
er í heiminum, meðal frumstæðra manna jafnt og siðmennt-
aðra, er mikill meiri hluti manna rétthendur. Ef hér væri
eingöngu um félagssið að ræða, sem enga stoð ætti sér í
eðlishneigð manna, gætum við vænzt þess, að hann væri
breytilegur eftir þjóðfélögum, líkt og umferðarreglur eða
siðuriim að víkja ýmist til hægri eða vinstri. Menn geta ekki
skilið, hvers vegna slíkur allsherjar siður hefur komizt á og
haldizt síðan með öllum þjóðum og kynflokkum. Ef þessi
siður ætti sér eingöngu félagslegar orsakir, væri miklu lík-
legra, að sumir mannflokkar beittu meira vinstri hendi, en
aðrir meira hægri hendi, en því er ekki svo farið. Fornfræð-
ingar og mannfræðingar þykjast geta fært rök að því, bæði
með beinamælingum og með athugun á fornsögulegum teikn-
ingum, ristum, verkfærum og smíðisgripum, að steinaldar-
menn hafi verið yfirleitt rétthendir. Þó hallast sumir að því,
að hlutfallslega fleiri menn hafi þá verið örvhendir. Megin-
þorri manna virðist hafa verið rétthendur svo langt sem
rakið verður. Eftir mælingum á nútímamönnum eru bein
hægra handleggs rétthendra manna yfirleitt lítið eitt lengri
og gildari en bein vinstra handleggs, en um örvhenda menn
er þessu öfugt farið. En þetta sannar lítið um meðfædda
hneigð til að beita annarri hvorri hendinni meira, því að
munurinn getur eingöngu stafað af meiri notkun viðkom-
andi handar. Við fæðingu er enginn munur finnanlegur að
þessu leyti. Köhler og fleiri, sem athugað hafa náið sálarlíf
og hátterni mannapa, þykjast hafa komizt að raun rnn, að
þeir beiti hægri hendi eilítið meira en hinni vinstri, en ekki
er sýnilegt, að hægri hönd þeirra sé fimari eða lagnari.