Skírnir - 01.01.1950, Side 82
74
Símon Jóh. Ágústsson
Skímir
Sumir athugendur hafa jafnvel þótzt sjá þess vott, að rottur
kröfsuðu nokkru meir með hægri löppinni. Hvað sem þessu
líður, er víst, að núverandi hneigð manna til rétthendi er
ævafom arfur frá fmmstæðum forfeðrum, þótt sennilegt sé,
að með aukinni notkun áhalda og verkfæra hafi verkaskipt-
ing eða sérhæfing handanna vaxið.
Ættgengi og örvhendi. Loks hefur verið reynt að leita
erfðafræðilegra skýringa á örvhendi. Það er staðreynd, að
örvhendi er tíðari í sumum ættum en öðrum. Er því freist-
andi að skýra þessa líkingu skyldmenna á þann hátt, að hún
sé ættgeng. Og þar sem örvhendir menn eru um 20 sinnum
færri en rétthendir, hefur þess verið getið til, að örvhendi
sé víkjandi eiginleiki, sem erfist eftir Mendelslögmálinu.
Langmesta rannsókn af þessu tagi er rannsókn sálfræðings
að nafni Chamberlain (1929), sem náði til um 12 þúsund
manna. Hún leiddi í ljós, að 17% af bömum örvhendra
foreldra vom örvhend, en aðeins 2% bama vom örv-
hend, sem áttu báða foreldra rétthenda. Rannsókn þessi er
því miður að ýmsu leyti gölluð, svo að hæpið er að draga
af henni ályktanir. Eina kennimerkið, sem haft var til marks
inn, hvort menn væm rétthendir eða örvhendir, var, með
hvorri hendi þeir skrifuðu. Auk þess var efninu ekki safnað
með athugunum, heldur að mestu á þann hátt, að menn
svömðu skriflega spumingunni, með hvorri hendi þeir skrif-
uðu. En margir örvhendir menn skrifa með hægri hendi, og
þarf oft allnána prófun til að komast að raun rnn, hvort
menn em örvhendir eða rétthendir.
En ýmsar athuganir hafa þó verið gerðar, þótt á tiltölu-
lega fáum mönnum sé, sem styðja þá tilgátu, að örvhendi
sé ættgeng. Einkum má hér nefna til athuganir á sameggja
tvíburum. Ef annar þeirra er örvhendur, er hinn það nálega
alltaf líka, en undantekningar virðast þó koma hér fyrir.
Böm þeirra foreldra, sem báðir eru örvhendir, em ekki öll
örvhend, eins og vera ætti, ef örvhendi væri einfaldur vikj-
andi eiginleiki, sem erfðist eftir Mendelslögmálinu. Hins veg-
ar hafa allmörg dæmi þess verið athuguð á barnaheimilmn
og fósturheimilum, að böm örvhendra foreldra hafa orðið